Jörð - 01.06.1943, Síða 82
öðru sinni barg Skjóni mér með skerpu sinni, upp á
grasbakka, af sundi. Kemur sú saga þessu ekki frekar við.
Enginn skyldi ætla, að ég geri lítið úr hyggindum, í
sambandi við þetta, til samanburðar við eigið liyggjuvit.
Því fer fjarri. Mér leizt vel á hestinn. Það var allt og sumt.
En hafi önnur vitvera, á einhvern liátt, komið mér til
þessara „hrossakaupa", þá lilýt ég að taka þau ráð fram
yfir hyggindaráðin, sem miðuð voru við krónur og aura.
SAGAN um það, þegar ég fór í Sandvatnið, er ekki lengri.
En sagan um hitt, hvernig á þvi stóð, að ég „lijálp-
aðist af“, eins og eilt barnið frá Hvammkoti, er ósögð
og ég býst ekki við, að hún verði sögð. Að minnsta kosti
er það ekki á mínu færi. Hún er ein af þessum mörgu
ráðgátum, þar sem hver spurningin rekur aðra, og öllu
er ósvarað, hráefni, sem engum getur að gagni komið.
Þrátt fyrir það, að ég hef það á vitorði, að þær séu
fánýti, ætla ég þó að varpa nokkrum fram.
Hvaða afl var það, sem kom mér, á fleygiferð eftir
Sandvatnsbotninum, yfir um breiðan og straumharðan
álinn, að litlu eyrinni vestan megin? Að mínu viti var
það mjög óeðlilegt. Sennilegast þykir mér, að ég liafi
fálmað og krafsað mig sjálfur þangað, en víst er hitt,
að sjálfrátt var það ekki. Og hvað stjórnaði þá gerðum
mínum? Hver skipti sér af þeim smámunum, hvað yrði
um þetta rekald? Ég veit það ekki. En það er sannfær-
ing mín, að hulinn máttur, mér óþekktur og utan að kom-
inn, hafi ráðið þeirri feigðarlegu för. Hvers vegna henti
mig þetta? Ég hafði ekki þá afsökun, að ég væri viðvan-
ingur að velja straumvötn. Ég liafði verið tvö sumur i
Hrísnesi, á hakka Hólmsár, sem var þá óbrúuð, ferju-
laus og talin með verstu vötnum. Ég hafði oft farið yfir
hana vonda og í miklum vatnavöxtum og síðast þenna
morgun. Ég hafði oft fylgt mönnum yfir ána eða sótt þá
og leiðbeint þeim. Ég hafði haustið áður verið klukku-
tímum saman að reiða fullorðna sauði yfir Hólmsá, þar
sem hún var á herðatopp, ásamt Jóni Einarssyni í Hemru.
176 JÖRÐ