Jörð - 01.06.1943, Side 84
inn og athugull á sjó og landi. Hann tekur hestinum hlóð.
Þessi hrossalækning nægir til þess, að Loftur sér sér fært
að hanga í áætlun.
Hvers vegna hafði ég orðið að fara suður með vatn-
inu? Það var ófært á Tunguveginum. Hvers vegna fer
Loftur upp með Sandvatninu. Það var ófært á Verveg-
inum. Hvers vegna sá hann ekki mig, en sá liestinn minn,
sem var þó talsvert fjær? Ég var i dökkleitum fötum,
en hesturinn var ljósleitur. Hvers vegna var Skjóni ekki
kominn upp ölduna og út yfir Sand, þá er póstur kom?
Vegna þess að Skjóni var milli vega. Það varð líka til
þess, að ég þurfti ekki að rölta klyfjaganginn, gegndrepa,
mér til óbóta, fram á nótt.
Já, hvers vegna, hvers vegna?!
Hver gerði þessa áætlun? Hver annaðist þessar slysa-
varnir? Atvikin, segja menn. En liver stjórnar þeim? Og
livað eru þau?
Hér rekur iiver spurningin aðra. En fátt um svör.
Eða hafið þið tök á svara?
JÚNÍ-NÓTT.
Litskrúð tanga lýsir rótt.
Ljóð i fangbrögð vors er sókt.
Gjálp við dranga hjalar hljótt.
Heiðarvanga döggvar nótt.
Gjálp við dranga hjalar hljótt.
Hljótt er angur daggar frjótt.
Blik við tanga hrosir rótt,
ber í fangi rauða nótt.
ÓTTU-SÖNGUR.
Gjálp við dranga lieilsar hljóð,
heiðarvanga daggarglóð.
Lynghlíð angar ótturjóð.
Yndi fangar niorgunljóð.
Lynginór angar æskunýr.
Úthlíð fangi að sólu snýr.
Glóir tangi gleðihýr.
Geisla á vanga ævintýr.
Sigurjón Friðjónsson.
178
JÖBD