Jörð - 01.06.1943, Side 85
ALMENNiNGSÁLITIÐ FRAM!
Bréf frá „bolsa“*
YESTMANNAEYJUM, 7. Maí 1943.
Herra ritstjóri JARÐAR, Rjörn 0. Björnsson. Þér hafið svo
mikið við að eyða hinu dýrmœta rúmi timarits yðar í grein
(að vísu stutta) um okkur „bolsana". Má ekki minna en kvittað
sé fyrir móttöku. Tvennt fannst mér hálf-leiðinlegt við pistilinn,
sem þér lásuð okkur: Að yður brestur hreinlyndi til að nefna
flokk alþýðunnar, Sósíalistaflokkinn, réttu nafni, og hitt, að þér
fetið í fótspor ýmissa starfsbræðra yðar, á þann hátt að nota sér-
stöðu til árása á pólitíska andstæðinga. Hvortveggja hluturinn
er ekki mikilmannlegur. — Sú var tíðin, að ég hafði álika fárán-
legar skoðanir um Kommúnista og þér. En er ég fór að hugsa
málið í fullri alvöru, varð ég að viðurkenna, nauðugur viljugur,
að eina leiðin út úr þjóðfélags-öngþveiti auðvaldsins er Sósíalism-
inn. Sósíalistaflokkurinn er flokkur íslenzkrar alþýðu. Þess vegna
skipar hún sér undir merki hans, gegn hinum kapítalistiska afætu-
lýð. Það gildir einu, þótt ýmis auðsveip yfirstéttarmálgögn, eins og
JÖRÐ, glefsi í Sósíalista og dilli um leið rófunni framan í liús-
(>ændur sína. Áróðurinn um Sósialista hefur aðeins aukið fylgi
beirra. Blessaðir haldið þér svona áfram, séra Björn! — Þér hald-
Í3 því fram, að í þeim löndum, þar sem Kommúnistaflokkarnir
hafa orðið öflugir, hafi árangurinn orðið einræði og þjóðarógæfa.
Hefðuð þér kosið að þræða hinn gullna veg sannleikans, sem manni
* yðar stöðu sæmdi skár, hefðuð þér sagt eitthvað á þessa leið:
t*egar frelsisbarátta fólksins rís svo hátt, að gargans-þjóðfélög
yfirstéttarinnar riða á grunni, þá grípur yfirstéttin til hins skefja-
lausasta einræðis og kúgunar-fasisma — til að viðhalda valda-
aðstöðu sinni.
Þér virðist kenna „Kommúnistum“, að Alþingi sé „óstarfhæft
til hinna allramikilvægustu mála“. Þetta er grunnfærnisleg álykt-
un, prestur minn. Þessir „kommúnistar", sem þér eruð svo log-
andi hræddur við, eru þó aldrei nema 10 — af 57; — 10 utangarðs-
Wenn, er hinir virðulegu útvöldu lýstu yfir, ,að væri ósamboðið
yirðingu Alþingis að liafa nokkur skipti við! — Þá klykkið þér
út með þvi, að ekki sé hægt að gera „Kommúnista“ ánægða. Þarna
rataðist yður loks satt á munn, prestur. Það er erfitt að gera
>»Kommúnista“ ánægða. Þeir eru ekki ánægðir með minna en það,
* sbr. þriðju línu i bréfi hr. H. G.
Jöbð
179