Jörð - 01.06.1943, Side 86
að leggja niður hið helrotna auðvaldsskipulag og stofna ríki Sósíal-
ismans, — en ekki með erlendri lijálp. Það eru ósannindi, sem
JORÐ lœlur sér sæma að lepja upp eftir öðrum íhaldsritum. Sósí-
alistar ‘segja: Frelsun alþýðunnar á að vera hennar eigið verk.
Og alþýðan íslenzka finnur sína köllun fyrr eða síðar.
Að lokum ofurlítil bending til JARÐAR, i fullri vinsemd. Hvern-
ig væri, að næsta spurning, sem þér leggið fyrir okkur lesend-
urna, hljóðaði þannig: Er hægt að taka timaritið JÖRÐ alvarlega?
Með beztu kveðju.
Haraldur Guðnason.
Svar tíí „bolsa44, pólitísk trúarjátning og
ávarp til þjóðhoilra manna (í öiium fiokkum)
IBRÉFI yðar, kæri áskrifandi, er m. a. þannig komizt að orði:
„Þegar frelsisbarátta fólksins rís svo hátt, að gargans-þjóðfélög
yfirstéttarinnar riða á grunni, þá gripur yfirstéttin til hins skefja-
lausasta einræðis og kúgunar-fasisma, til að viðhalda valdaaðstöðu
sinni.“ Þetta á að vera svar við ábendingu JARÐAR í síðasta hefti
um, að þjóðarógæfa hafi orðið afleiðingin i hverju landi, utan
Rússaveldis, þar sem Kommúnislar höfðu náð miklu fylgi. Svar
yðar haggar ekkert við þeirri ábendingu. Það staðfestir einmitt,
að leið Kommúnista er ekki almennt rétta leiðin til að ná tak-
marki, sem að sumu leyti er ekki aðeins gott, heldur lífsnauðsyn.
Ofbeldi er ekki sú leið, er dugar, til að afmá ofbeldi. Þó er vel
undirbúin bylting í gerspilltu þjóðfélagi bæði framkvæmanleg og
þess vegna nauðsynleg (sbr. t. d. Rússland). Aftur á móli er hún
óframkvæmanleg í þjóðfélögum, sem eru við Iafandi heilsu eða
betri. Og það er djöfulleg aðferð að vinna að því ráðnum huga, að
spilla þannig atvinnulífi og samhug þjóðfélags, að það ástand mynd-
ist, sem eitt er fært um að taka við hyltingu. Auk þess sýna lönd-
in, sem nefnd voru i umræddri JARÐAR-grein, átakanlega, að
hyltingin getur (og vel það!) slegið í baksegl, þegar hún kemur
nieð þessum félega hætti. Hinsvegar verður JÖRÐ að játa, að þrátt
fyrir allt er eins og heldur leið að bera einhverskonar virðingu
fyrir ákveðinni byltingarstefnu, þó að með þessum liætti sé, held-
ui en hinni, að því er virðist, gersamlega kærulausu og a.m.k.
slefnulausu „hagsmuna-“ og hentistefnupólitík, er engan veginn
óskar eftir byltingu örvæntingarinnar, en hjálpar þó til að efna
til hennar með samhengisleysi og hálfkæringi, er meira og minna
tckur í árinni með skemmdastarfsemi Kommúnista.
Þér lýsið vanþóknun yðar, kæri áskrifandi, á þvi, að ég hafi
180 JÖRÐ