Jörð - 01.06.1943, Qupperneq 95
Svar til „Helgafells“
IFORUSTUGREIN 1.-3. heftis „Helgafells“ þ. á. ræðir M.Á. (Magn-
us Ásgeirsson) um „skoðanakönnun" og er þar m. a. kornizt þann-
ig að orði: „Atkvæðagreiðslur eins og sú, er eitt timaritið boðaði
til að mikilli skyndingu, jafnskjótt og hugmyndin imi skoðana-
könnun hér á landi hafði komið fram i „Helgafelli“, eru af allt
öðrum toga, eins og bezt má af því ráða, að þar voru hinir að-
spurðu „valdir af algerðu handahófi“, eða gersamlega gagnstætt
meginreglu Gallups, auk þess sem orðalag spurningarinnar var svo
ýtið, að það hlaut að leiða til marklitillar niðurstöðu.“ — Þó að
hér sé máli hallað, leynir sér ekki, að ör þessari er stefnt að at-
kvæðagreiðslunni, sem JÖRÐ stofnaði til um siðustu áramót, til
þess að ná fram heimildum um hug almennings gagnvart rikis-
stjórn þeirri, sem rikisstjóri gekkst fyrir, að sett yrði á laggirnar,
er „flokkarnir“ gátu ekki komið sér saman um það fremur en ann-
að, en reyndu þó allir, er til kom, meira og minna til að gera hana
tortryggilega og velta henni úr sessi. — í tilefni af ummælum þess-
um sendi ritstj. JARÐAR 21. Maj sl. ritstjórum „Helgafells“ eftir-
farandi grein í ábyrgðarpósti ásamt bréfi, sem hér er prentað á
eftir greininni, og frimerkjum, sem þar er um rætt:
T 1.—3. HEFTI „Helgafells" þ. á. er vikið að tímariti mínu, JÖRÐ,
i Jorustugrein heftisins „Umhorf og viðhorf“, eftir M. Á., á hátt,
sem sýnilega er til þess ætlaður að lítillækka það — ég á við
umsögnina um atkvæðagreiðslu þá um ráðuneyti dr. Björns Þórðar-
sonar, er JÖRÐ stofnaði til um síðastliðin áramót. Ég held eg hefði
samt leitt hjá mér þessa tilefnislausu áreitni, ef ummælin tækju
ekki m. a. undir með þeim blöðum, sem, út frá þrengri sjónarmið-
um en skyldi, hafa skrifað yfirlætislega um þá staðreynd, að 80
—90% kjósenda á stórum svæðum (með algengustu flokkaskipt-
ingu)* tóku þátt i atkvæðagreiðslu um eitt hið þýðingarmesta við-
horf i sögu islenzkra kjósenda, sem enginn virtist ætla að hirða
að leita álits þeirra um. Eftir orðalagi þessara blaða og yðar, hr.
M. Á., er hæfilegt að tala með lítilsvirðingu um þá staðreynd, að
um 80% allra kjósenda (sbr. áðurgreint) sýna svart á hvítu sam-
eiginlega afstöðu í slíku máli. Og þið rökstyðjið þetta yfirlæti með
fullyrðingu um, að orðalag spurningarinnar, sem lögð var fyrir
almenning, hafi verið þannig vaxið, að það hafi „hlotið að leiða til
uiarklítillar niðurstöðu“. Það er naumast, að þið, hr. M. Á., er þann-
ig ritið og þvi líkt, hafið álit á islenzkum almenningi! Það á ekki
að þurfa annað en „ýtið orðalag“ á einni umbúðalausri spurningu
* Á sinn hátt sambærileg útkoma i kaupstöðum.
Jönn
189