Jörð - 01.06.1943, Síða 99
Laugari.esvegi 48, 20. Maj 1943.
HÉI 4 fer á eftir bréfið:
Til ritstjóra „Helgafells“,-
hr. Magnúsar Ásgeirssonar og hr. Tómasar Guðmundssonar,
■ Reykjavík.
Ég leyfi mér hér með að senda ykkur framanskráða athugasemd
í tilefni, sem greinin sjálf skýrir. Leyfi ég mér að skora á ykkur
að birta athugasemdina í Apríl-Maj-hefti „Helgafells“, ef prentun
þess er ekki of langt komið til þess, — eða heita minni menn ella.
Ég vænti þess, að þið endursendið mér handritið tafarlaust í ábyrgð-
arpósti, ef þið ákveðið ekki þegar að verða við áskorun minni.
Læt ég í því tilefni frímerki með bréfi þessu, er nægja mundu
fyrir slikri endursendingu.
í fullri vinsemd enn þá.
Björn O. Björnsson.
Laust eftir mánaðamótin barst ritstj. JARÐAR grein og bréf end-
ursent, ásamt eftirfarandi bréfi:
Reykjavik, 29. Maj 1943.
Hr. ritstjóri Björn O. Björnsson,
Reykjavík.
Við leyfum okkur hér með að endursenda yður grein yðar „Jörð
ber hönd fyrir höfuð sér“ ásamt viðföstu bréfi frá yður, i þvi
trausti, að þér sjáið yður fært að birta livort tveggja i tímariti
yðar sjálfs við fyrsta tækifæri.
Ritstjórar tímaritsins Helgafells,
Magnús Ásgeirsson. Tómas Guðmundsson.
JÖRÐ hafði nærri þvi misst tækifærið til að koma þessu i Júní-
heftið vegna þess, hve endursendingin dróst. En vér máttum auð-
vitað segja oss það sjálfir, að lir. M. Á. nmndi bresta kjark til að
leyfa JÖRÐ að bera hönd fyrir höfuð sér á þeim vettvangi, sem
hann réðst á hana.
LEIÐRÉTTING
Frh. frá bls. 187.
Sá misskilningur greinarhöfundar, að ég hafi átt hlutdeild i nefndu
áliti, mun koma af því„ að nokkrar af þeim skýrslum, er þar birt-
ust, voru gerðar á Skattstofunni í Reykjavík, samkvæmt heimild-
um hennar. Ritari skipulagsnefndarinnar, Arnór Sigurjónsson, hafði
þó alla umsjón með þeirri slcýrslugerð. Mun og meginliluti um-
ræddrar bókar lians verk, þótt aðrir nefndarmanna hafi að sjálf-
sögðu lagt þar sinn skerf.
9. Jún!. 1943.
Halldór Sigfússon.
JÖRD
193