Jörð - 01.12.1944, Qupperneq 17
Hinn svaraði: „Þú gérir', hvcjr’t þér sóm'a þvkir.“ I’áll gekk
á skip óvinar síns, settist á stafn aftur, sneri bakí fram og
lét fætur dragast í sjó út. Þegar á land kom, gaf hann
björgunarmanni sínum vel útilátinn snoppung og um leið
tuttugu hundraða jörð. Kvað hann snoppunginn fvrir
spurninguna, en jörðina fyrir björgunina.
Saurbær mun þá liafa verið að mestu í eigu Staðarhóls-
bóndans og skipt í leigulönd landseta bans með kvöðum
og áþján þeirra tíma. Staðarbóls-Páll var konungur
Saurbæjar og bans óravíðu graslenda. Hann átti stórlynda
konu, sonardóttur sjálfs Jóns Arasonar, og stórlvndi
beggja varð til ófriðarelds og bneykslanlegra málaferla —
ef til vill að æviraun beggja. En i stríði og máláþjarki yrkir
hinn sérvitri og hergmálgi stórhokki líkingarljóð, við-
kvæm og mild, í ætt við svip hins litmilda Saurbæjar.
Aður fyrr var Staðarbóll nefndur Hóll i Saurbæ. Þaðan
kom Kjartan Ólafsson ásamt fylgisveini sínum, Án bris-
maga, þegar bann féll fyrir Bolla.
Staðarhóll liverfur undir múlann, sem aðskilur dalina
og hreitt dalsmynni heggja dalanna er að haki. Á hægri
hönd brosir við snoturt býli, stílfagrar, rislágar byggingar
i grózkuríku umhverfi. Hvítadalur, kallar einbver. Hvíta-
dalur, — Stefán frá Hvítadal. Hvort tveggja samofið. Stað-
ur helgaður skáldi og skáldfrægð. Allir horfa i eina átt,
revna að festa i minni svip þessa staðar og leita í umhverfi
hans að tign þeirrar fegurðar, sem kristallaðist i ljóðum
skáldsins frá Hvitadal.
Vegurinn hækkar, liggur upp hækkandi drög og atlíð-
anda dalsins. Enn er hær undir brekkumúla, þar sem dal-
gróðurinn er orðinn með heiðasvip. Stórþýfðir móar um-
kringja túnið og brjóstrugt land er að baki. Þetta er Bessa-
tunga. Þar býr Stefán frá Hvítadal sin seinustu ár. Þar
orti hann í kvöl síns langvarandi sjúkleika, lielsingjaljóð
sín og annað liljukvæði til heilagrar Kirkju, haustsöng í
heiðarlöndum ofar grózku dalsins, með tign þeirrar listar,
sem einungis útvöldum gefst.
Hið stynjandi, urgandi ferliki skevtir engu um staði þá,
jörð 215