Jörð - 01.12.1944, Qupperneq 29
að. Af skólum þessum yrði fyrst og fremst að lieimta, að
þeir legðu áherzlu á þjóðlegt uppeldi, gerðu þjóðlega inenn-
ingu að aðalsmerki sínu, svo að hverjum nemanda þeirra
yrði í hrjóst falin ást á íslenzkri tungu, islenzkri menn-
ingu og íslenzkri mold.
Þá yrðu skólar þessir einnig að gera sér grein fyrir,
livers konar menn þeir vildu ala upp, og það má þykja
víst, hver yrði krafa allra hugsandi manna um þau efni.
Ekki sú, að skólarnir ælu upp bragðvísa og liarðskeytta
fjáraflamenn, sem allmikið ber nú á í þjóðfélaginu — held-
ur íslenzka drengskaparmenn. Drengskapurinn er sá forni
eðlisþáttur okkar Islendinga, sem við megum sízt van-
rækja. Sá eðlisþáttur hefur átt sterkasta þáttinn i að gera
íslendingsnafnið í Vesturheimi að lieiðursnafni.
Af forráðamönnum og kennurum þessara skóla yrði
mikið að heimta og ekki mætti sýna þeim linkind, sem
sannir yrðu að hirðuleysi um störf eða sýndu getuleysi
til starfsins. En vel skyldu allir aðstandendur harna og
unglinga muna það, að hvorki þessir skólar né aðrir eru
til vegna kennaranna, heldur nemendanna og foreldra
þeirra, og þess vegna er ábyrgð þeirra einnig mikil gagn-
vart þessum stofnunum. Aðstandendum nemendanna er
skylt að leggja fram eftir getu alla þá hjálp, sem hlúir
að gróðrarmætti skólanna. Aðfinnslur þeirra og gagnrýni
má aldrei vera horin fram af tortryggni, smámunasemi
né iílkvittni, heldur af mildi og skilningi þeirra, sem unna
starfsemi skólanna á sama hátt og eigin börnum.
HVERGI ætti betur við að koma upp slíkri skólastofn-
en að Laugum, þar sem jörðin býður fram heitt vatn
úr iðrum sinum og myndarleg sundlaug hefur þegar ver-
ið reist. Hvergi er staður, sem hetur minnir á fornan
glæsileik afburðaæsku. Hvergi væri betur hægt að tengja
fortíðina framtíðinni og láta framtíðina þroskast yfir for-
tíðina, breiða gróður yfir harmleik Laxdælu. Hér gætu
vel þrír—fjórir hreppar sanleinazt um glæsilegt skóla-
setur og gert þennan stað að herurjóðri æskunnar. Hver
227
JORÐ