Jörð - 01.12.1944, Side 37
ættu litillega að athuga, hvort ekki sé nú um of það, sem
kannski stUndum áður hefur verið á hinn veginn.
Læt ég svo niður falla rahb mitt á víð og dreif um verð-
leika og misgerðir íslenzkra hókaútgefenda, og sný mér
að þeim bókum ársins 1944, sem ég lief átt kost á að
lesa, það sem af er árinu.
Bækur eftir íslenzka höfunda
L J 0 Ð
ALLGRÍMSLJÓÐ. A seinni árum liefur verið all-
mikið að því gert, að gefa út ekki einungis fornhók-
menntir okkar, heldur og skemmtilegar útgáfur af ritum
síðari alda höfunda, ýmist úrval eða heildarútgáfur. Þó
að fæstir hókaútgefendur mundu ráðast í slíkar útgáfur
án þess að hafa rökstudda von um ábata, þá her þó að
þakka þeim, sem v<el hafa gert í þessum efnum, en þar
má telja, að Gunnar Einarsson og ísafoldarprentsmiðja
hafi riðið mvndarlega á vaðið með hinni stóru og vönd-
uðu útgáfu af ritum Jónasar Hallgrímssonar -— og siðan
ljóðum Guðmundar Guðmundssonar. En sala slíkra heild-
arútgáfna ber þjóðinni þess vitni, að hvorki sé hún svo
rótslitin né andlega dofin sem sumir versnandi-heims-
prédikarar ög -skriffinnar vilja vera láta, en liáð hefur
henni það lil skamms tíma, að „viljinn vopnlaus vart um-
breytir rúst í blómstraríki.“
Nú hefur bókaútgáfan Leiftur sent frá sér úrval úr
sálmum og kvæðum Hallgríms Péturssonar, og er hókin
meira en hálfl fjórða hundrað blaðsíður og hin vandað-
asta að vtra frágangi: pappír og prentun í bezta lagi og
band látlaust, smckklegt og óvenju vel frá því gengið.
I bókinni eru Passíusálmarnir i heild, nokkrir aðrir sálm-
ar og um hundrað blaðsíður af veraldlegum kveðskap.
Þeirri reglu fylgt, að fella ekki úr sálmum eða kvæðum.
Ég tel, að Freysteini Gunnarssyni, skólastjóra, sem valdi
efnið og sá um útgáfuna, hafi tekizt verk sitt með ágæl-
um. Ég hafði sem harn og unglingur greiðan aðgang að
törð 235