Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 47
lokabindinu mikil skáldskaparleg þrekraun að gera efninu
góð skil: gefa heildinni þá tignu og' stórbrotnu reisn hið
ytra í atburðarás og stíl, sem hæfði hinum langa og víð-
dreifða aðdraganda, og tendra það bál, táknrænt og hug-
sjónalegt, sem eins og innan að bjarmaði og yljaði allt
verkið og gæfi því öllu tilgang og áhrifaríkt innra sam-
hengi.
Ég las Landið liandan landsins án þess að hafa á nýjan
leik lesið Af jörðu ertu kominn og Sand, og ég las það
fljótt, en þó í ígripum. Ég rak mig strax á hroðvirkni í stil
og máli, en líka ágæt tilþrif, og mér virtist bókin mundu
vera sæmileg — minnsta kosti án tillits til heildarverksins,
og ég liugði jafnvel, að hún mundi vera betri en mér fannst
bún — bugði það spilla, hvernig ég las hana.
Nú bef ég lesið öll bindin í ró og næði, og þá er ég bafði
lokið við Landið bandan landsins og skilið þar seinast við
afglapann Reginvald, sem orðinn er skáldsagnahöfundur,
þá var það sannarlega léttir, að hann skyldi einungis
vera skáldsögupersóna, — en. .. .en svo var hitt: Var ekki
eins og liann hefði verið eitthvað við riðinn smíði þessarar
bókar? Hafði ekki höfundur hennar lekið sér hlutverk sitt
álíka létt og afglapinn Reginvaldur lók tilveruna — sjálf-
sagt skáldsagnagerð sína eins og annað?
Stillinn! Getur ekki Guðmundur Daníelsson skrifað lit-
ríkar, safamiklar og svo sem ilmandi setningar? Getur hann
ekki látið okkur skynja í hljóm orða sinna höfga angan,
furðuleg litbrigði, veilur og styrkleik, blundandi kenndir,
vermandi ástir og villiehl binna trylltustu ástriðna? Jú
víst getur hann þetta, og svo á fyrstu síðu liins fyrsta kafla
þessarar bókar virðist sem hann hafi ekki hugmynd um,
að óbundið mál eigi sér hrynjandi:
„Glymjandi hátt hnegg brúnblesótta folans hans svar-
aði lionum.“
Svo þessi samliking fám línum neðar á sömu síðu:
„Rógar hestsins og lend skinu í svörtum ljóma. Hann
var genginn úr hárum. Hann minnti á hetjuljóð“
Æ, æ, já, þetta er til að kveinka sér við því! .... Og
Jöbð 245