Jörð - 01.12.1944, Side 72
grimsson hafi ritað „onað“ í gamansögu. og „oní“ í gam-
ankvæði, og fleiri orð saman, sem nú eru sundurgreind.
Fjölnismenn og aðrir voru fram eftir allri 1!). öld að leita
að þeiri stafsetningu, sem hagkvæmust væri og hollust
þroska málsins. Breyttu þeir margir stafsetningu oftar en
eitt sinn á æfinni, unz sú varð ofan á, sem mesl byggði á
uppruna. Er því ekki hægt að taka Jónas Hallgrímsson
eða neinn annan sem óskeikula fyrirmynd.
Kennararnir liafa alveg rétt að mæla, þegar þeir lieimta.
að mikilvirkir og fjöllesnir rithöfundar fvlgi löggiltri staf-
setningu á prenti.* Ég tel jafnvel eðlilegt, að prentsmiðj-
urnar láti samræma stafsetninguna i próförk, ef höfunda
hrestur menntun eða lögldýðni til þess að fvlgja því, sem
hoðið er. Stafsetningar-glundroðinn gerir afar örðugt um
alla fslenzku-kennslu. Hitt er annað mál, livort hin lög-
boðna stafsetning er að öllu hin lieppilegasta. Ég hevri fáa
á liana deila nema helzt á „zetuna“, og skal ég játa, að ég
er einn i flokki zetufjenda.
KILJAN telur sig verja miklum tima í að hefla stíl sinn.
Rit hans á íslenzku virðast fæðast með ótrúlegum
þrautum og þjáningum. Þegar fæðingarhríðum linnir, fara
þau i laugarkerið. Þá tekur við þeim lieil liersing til hreins-
unar og skirslu. IJanu nefnir Vilmund landlækni, Björn
Sigfússon meistara, .Tón IJelg'ason prófessor, „þrjá lærða
málfræðinga“ og „tvo annálaða snillinga“. Ekki var slíkt
mannval lærdómsmanna til staðar að lesa yfir liandrit
fornsagnanna. Enginn leiðrétti málið hjá „afdalakörl-
um“ og „útskaga“-kerlingum, sem sögðu Þjóðsögur Jóns
Árnasonar. Og enginn hefur farið yfir stíl hjá Þorgils gjall-
anda eða Guðmundi á Sandi. Og þó hafa þessir höfundar
skapað bókmenntir, sem eru snilldarverk að fögru máli.
Það er sama þó að margföld lærdómsliersing færi vfii'
snilldarverk hókmenntanna: liún gæti ekkert endurbætt
frekar en nútíma- listamenn gætu endurbætt málverk Rem-
*) Sbr. samþykkt þingeysku kennaranna 1942.
270
JÖRB