Jörð - 01.12.1944, Side 88
Hjörtur Halldórsson:
Alþjóðleg samvinna — vopnasmiða
i.
EÐAL alinennings miin þekktasta vopnasmiðsnafn-
ið i lieiminum vera Krupp. Sá Krupp, sem byggði
hinar geysilegu stálsmiðjur í Essen og gerði nafn
silt að fallbyssuhugtaki, liét Alfred — kynlegur náungi,
sem var á tréskóm, þegar liann heimsótti verksmiðjur sín-
ar, opnaði gluggana í liúsi sínu bara einu sinni á mánuði
og gekk við göngustaf úr stáli. Alfred Krupp byrjaði sem
stimamjúkur sölumaður, er hað um áheyrn hjá konungum
og ríkisstjórnum ýmissa þjóða, til þess að pranga inn á þá
byssum sínum, en um það leyti, sem liann dó, var liann
orðinn náinn persónulegur vinur Vilhjálms I., sem lumbr-
aði á Frökkum 1871, en liann var líka riddari frönsku
heiðursfylkingarinnár og ennfremur liinar rússnesku orðu,
sem kennd var við Pétur mikla.
Á tímum sonar lians, Friedrich Alfred Krupps, óx fyrir-
tækið stöðugt, en Friedrich hrást samt að einu levti: hanu
lét ekki eftir sig neinn son, til þess að taka við af sér, og'
það féll í hlut Vilhjálms II. að ráða fram úr þessu. Þegar
stóra Berta, dóttir Friedrich Alfreds, var komin á gift-
ingaraldur, þá gifti Vilhjálmur II. hana einum af gæðing-
um sínum, Gustav von Bohlen und Halbach, og það var
brúðguminn en ekki brúðurin, sem varð að skijila uni
nafn og kalla sig Krupp von Bohlen und Halbach.
Undir þessari nýju stjórn, sem tók við 1909, hélt Krupp
áfram að færa út kvíarnar, og 1914 hafði hann séð 52 jijóð-
ríkjum fvrir hergögnum að meira eða minna leyti. Eftir
heimsstyrjöldina var það látið heita svo, að Krupp fram-
leiddi einungis vörur til friðarþarfa, en hitt mun sönnu
nær, að Krupp hafi unnið af alefli að endurhervæðingu
Þýzkalands.
Þrátt fvrir mikið veldi Krupps, er samt langt frá því,
286 JöRÐ