Jörð - 01.12.1944, Síða 119
nægju í té láta, en ég efa, að hann leggi trúnað á afskipti
Agnesar af þessu máli. Ég hef einnig sagt honum frá full-
yrðingum hennar um höfuðin og malarborna jarðveginn,
sem þau eiga að liggja í, svo og frá spýtubrotinu i höfði
Agnesar.
Magnús kveðst aldrei Iiafa heyrt annars getið, en að höf-
uðin væru í Þingeyrakirkjugarði og að þau hefðu verið
flutt þangað að tilhlutun fólksins þar. Sagði ég honum frá
frásögn Agnesar um sviksemi vinnumannsins í því efni.
Vart mun Magnús leggja trúnað á sannleiksgildi þessara
frásagna Agnesar. Að vísu hefur hann ekki haft nein orð
þar um, en kýmnisbros hans undir frásögu minni blæs
mér því hrjóst.
Það, að „Magnús gamli“ reyndist að vera til, hefur að
nýju vakið traust mitt á leiðsögn hinna látnu, og leggst
ég því ókvíðinn til hvilu. —
15. júní 1934.
Klukkan er hálf-tíu fyrir hádegi. Ég stend á Þrístapa,
en það er hóll sá í Vatnsdalshólum, er þau Agnes og Frið-
rik voru leidd á til aftökunnar. Við hlið mér standa þeir
Magnús Jónsson, hreppstjóri, frá Sveinsstöðum, og fulltíða
sonur hans, Ólafur að nafni. Á miðjum hólnum er 45 cm.
hár pallur, að flatarmáli 22% fermeter. Hann hefur verið
hlaðinn úr grjóti og torfi og stendur enn óliaggaður, að
öðru leyti en því, að liann hefur sigið lítilsháttar á stöku
stað. í kringum pallinn liafði verið komið fyrir trégirð-
ingu, að því er sagan segir, en hennar sjást nú engin merki.
Við hefjum dysleilina með því, að athuga nákvæmlega
umhverfið, ef ske kynni, að við yrðum einhvers þess varir
ofan jarðar, er gæti orðið okkur til leiðbeiningar, en er
sú leitaraðferð ber engan árangur, könnum við jarðveg-
inn norðan við aftökupallinn, með 8 mm. sverum járn-
stöngum. Eftir þannig lagaða fjórðungsstundar leit, rek-
ur Magnús sína stöng niður á aðra kistuna. Er hann þá
staddur 12 m. norðvestan við aftökupallinn. Þar hefjum
við gröft á allstóru svæði, til þess að forðast skemmdir.
Á 65 cm. dýpi, nvrst í gryfjunni, komum við niður á
JÖRÐ 317