Jörð - 01.12.1944, Síða 120
höfuðkúpurnar, er liggja livor hjá annari. Þar finnum við
einnig 10 cm. langt spýtubrot, er við ætlum, að sé af ann-
ari hvorri þeirri stöng, er höfuðin voru sett á. Höfuðkúp-
urnar virðast lítl fúnar og eru óskemmdar að öðru en því,
að þrjár tennur vantar i aðra þeirra. Jarðvegurinn er þarna
dálítið malarborinn, en í miðri gryfjunni og í syðri hluta
hennar er hrein mold, — 20 cm. neðar .komum við svo
niður á kisturnar, í miðri gryfjunni. Þær eru hlið við hlið
og liggja frá suðaustri til norðvesturs. Lokin eru brotin
og fallin niður, og verður því eigi með fullri vissu sagt um,
Iiver lögun þeirra hefur verið, en að líkindum hafa þau
verið flöt. Kisturnar eru að öðru leyti lieilar, en mjög fún-
ar. Innanmál þeirra er: Breidd að ofan 30 cm. í annan
endann, en 37 í hinn, en að neðan 24 og 30 cm. Hæð 23
ccm., jafn háar í háða enda, en lengd annarar er 1,45 m.,
en hinnar 1,65 m. Beinin eru mjög fúin og varla annað
eftir af þeim en þau liörðustu og stærstu.
Uppgréftrims»m er lokið og Magnús er farinn heim að
Sveinsstöðum til þess að sækja eitthvað undir beinin, en
við Ólafur bíðum hans á meðan.
Sólin skín nú í lieiði frá hádegisstað og kyssir beinin,
sem í 104 ár hafa hvílt i hinu kalda og dimma skauti nátt-
úrunnar. I huga mér brjótast fram margskonar hugsanir
og ryðjast óreglulega hver fram fyrir aðra. Þrátt fvrir greind
Ólafs, þrái ég því einveru, svo ég færi mér svefnsásókn til
afsökunar og geng afsíðis.
Ég sé i hillingu andans Iiinn margþætta hildarleik þeirra
örlaga, sem hrundu Agnesi og Friðriki út á þá glapstigu,
er leiddi til aftökunnar. Ilvernig orsakir og afleiðingar
ófust saman, með eðlilegum liætti, og leiddu til þess, er
verða varð. Sé Agnesi og Friðrik líðandi eftir likamsdauð-
ann, Icita i tíu áratugi árangurslausra sætta við mennina,
án þess að finna nokkurn þann, er gæti flutt sáttaumleit-
an þeirra á milli heimanna. Sé angistarótta þeirra eítir að
milliliðurinn, miðillinn, loks er fundinn — óttann við það,
að hann gefist upp við að koma í framkvæmd i tæka tið
margendurteknum óskum þeirra um uþpgröft beinanna.
318 jöbp