Jörð - 01.12.1944, Side 122
Benjamín Kristjánsson frá Haukatungu:
Enn um klukkuslátt
~XJ ETRARVERTÍÐINA 1918 var ég við sjóróðra hjá Einari kaup-
\ manni Einarssyni í Garðhúsum. Faðir hans, Einar Jónsson, var
þá á lífi, cn lézt þann vetur. Nokkrum sinnum kom ég inn til
hans og sagði hann mér frá sjóferðum simmi, en hann var mjög
lengi formaður, aflamaður mikill. Einar heitinn var mikillcitur
maður og þó frí'ður, þrekvaxinn. Hann talaði með mikilli hlýju
um sjóinn sem.þeir væri aldavinir. Góð munu og skifti þeirra hafa
verið.
Það var eilt kvöld, að ég fór upp í herbergi Einars með bók, er
ég hafði fengið að láni. Ekki var næðissamt að lesa þar, sem við
vermennirnir vorum allir saman. Ég tók mér sæti við borð, gegnt
rúmi Einars. Ilann svaf þá eða mókti. Á einum veggnum hékk klukka
og var hún, ef ég man rétt, afmælisgjöf til Einars frá börnum hans
með silfurskildi áletruðum. En er ég hafði lesið alllengi, tek ég
eftir því, að klukkan fer að slá. Ég tel slögin, en held þó áfram að
lesa. En er ellefta slagið kom, lít ég upp og á klukkuna, þvi ég
hafði ekki ætlað mér að vera svona lengi. Visar hún þá 10, en heldur
áfram að slá og ég tel slögin. Nokkru áður en þetta var, kom vetrar-
maður, sem þá var í Garðhúsum, inn i herbergið. Ekki töluðum
við saman þá þegar. En er klukkuslátturinn hætti, spurði ég mann-
inn, hvort klukkan hefði slegið vitlaust að undanförnu. Hann kvað
það ekki vera. „Taldir þú slögin“, spurði ég. Hann svaraði því neit-
andi. Það minnir mig, að þessi maður héti Jóhann, væri húfræðingur
frá Hólum og héldi til í herbcrgi Einars umræddan vetur. Ég fann
strax af svari hans', að fyrir honum var þetta aðeins klukka, sem
sló vitlaust. Mér varð ósjálfrátt að bera saman klukkuslögin og
aldursár Einars, sem voru jafnmörg. Litlu siðar gekk ég til náða.
Eftir um nóttina lézt Einar.
Nokkrum árum síðar sagði ég sr. Árna Þórarinssyni frá þessu at-
viki. Er það nú orðið undrunarefni fyrir frú Guðrúnu Jóhanns-
dóttur, a'ð ég skuli „láta hafa svona lagað eftir“ mér. Ekki er ég
nú mikið klökkur yfir því. Hinsvegar er ég svo hálfvolgur, a'ð ég
slæ engu föstu um svona hluti. Ég skil ekki, hvernig á því stendur,
ef æðri máttarvöld nota slagverk i klukku til að segja mannslát fyr-
ir. En þekking og skilningur nær býsna skammt hjá mér. Og ég
gæti hezt trúað/að eitthvað liefði borið fyrir flesta menn, sem ekki
veittist auðvelt að útlista út í æsar.
Mér hefði verið innan handar, þegar þetta skeði, að fá vitnis-
burð vetrarmannsins um það, að klukkan hafi slegið meira en
320
JÖRU