Jörð - 01.12.1944, Qupperneq 126
B. O. B.:
Faðir-vor
iii.
AVARPIÐ, „Faðir vor!“ segir eiginlega allt.
Faðir — það er sjónarmið Jesú sjálfs á Guð; því
sjónarmiði vildi hann gefa öllum mönnum hlut-
deild í. Ilann lcom beinlínis til þess að gera oss mönnum
ljóst, að sannasta hugmynd gerðum vér oss um Guð, ef
vér litum á hann sem Föður — eftir be/lu getu hvers eins.
Guð er eilífur. Guð er andi. Maður fœr ekki spennt í
kringum hann né krufið til mergjar með hugsun, sem er
takmörkuð. Hann er á öðru „plani“ en heimurinn. Hins
vegar er það mikilvægast alls að hafa það viðhorf við
Guði, sem sannast er. „1 því er fólgið hið eilífa lif, að
þekkja þig, einn sannan Guð“ (Jóh. 17,3.). Þetta viðhorf
er að líta til hans sem Föður — vors — hvers um sig —
og allrar skepnu (sbr. t. d. Róm. 8, 19.—22.).
Með ávarpinu „Faðir!“ tökum vér sjálf afslöðu sem
börn — hans — og það litil börn, því — hvílíkur munur
stærðar og þroska, ef svo mætti að orði kveða! Þar með
höfum vér sett oss sjálf í þá aðstöðu mannsins, þar sem
hann er innilegastur, einlægastur, lítillátur án þrælslund-
ar, hógvær með fullri einurð, auðsveipastur — við það,
sem hann raunverulega treyslir og tilbiður, einarðastur og
ákveðnastur við það, sem hann hefur skömm á, nám-
fúsastur, hugumstærstur — i einu orði sagt: sannastur.
Sem lítið barn er maðurinn sjálfum sér trúastur, fram-
tíðarvænlegastur.
„Faðir!“ Ilvílíkt reginhaf eftirvæntingar og trausts! Litlu
barni, er treystir föður sinum, er allt fyrirgefið. Faðirinn
skilur og metur einnig þær þrár, sem komist hafa á villi-
götur í yfirsjónum þess. Rarninu er, þrátt fATÍr allt, óhætt
i umsjá hans, ef það að eins treystir honum til alls hins
bezta. Augu föðursins brosa að brölti slíks barns, — sem er
í sinni smábarnalegu alvöru að kanna leyndardóma hins
margbrotna heims, — þó aldrei nema munnurinn tali al-
324 jönn