Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 47
JÖRÐ
45
eyða öllum sínum tíma á þá dauðu. . . .? Dauðu. . . .? Já, dauðu
• • • .! Og biturt bros leikur um varir hans.
Það skal enginn fá hann til að trúa því, að hann sé ekki
dauður að einhverju leyti, ef ekki allur, — ekki meðan hann
heyrir mannamálið neðan úr skemmunni, heyrir piltana kall-
ast á, heyrir þá glaða og reifa vera að leggja af stað á sjóinn, en
aðeins sem úr fjarska, því hann situr hér og hefst ekkert að,
greinir lífið eins og óljósan klið, veikan straum, sem ekki nær
alveg til hans, en lætur hann finna enn betur, að ihann sé að
deyja. . . . eða dauður. . . . hafi verið dauður í mörg ár, sé frið-
]aus.... látinn flakka, komist aldrei í höfn, sé nrilli 'heims og
helju.
En hvað. . . .? Situr hann ekki hér. . . . og sólin skín? Hafði
hann ekki spurt Þorvald bónda, og Þorvaldur sagt, að það gæti
konrið til mála? Síðan hafði að vísu ekki verið minnzt á það
• • • • Ne-ei! Það lrafði aldrei verið nrinnzt á það. Líklegast
nnindi bið á því.... líklegast kænrist lrann aldrei í róður.
Honum mundi að sjálfsögðu ekki auðnazt það framar. Ó. . . .
eins og hann langaði.... langaði til að finna lífið, þetta iðandi
hf. . . . og spriklandi fiskinn. . . . lrrópin, köllin. . . . sigla í
hressandi andvara, finna bátinn hefjast og síga. . . . Hvað þá,
ef hann fengi nú að taka í hjá þeim.... róa, þó ekki væri nema
emni ár. Gaman væri líka að fá að draga. . . . og skera. . . .
Æ, hvað var hann að hugsa? Hvernig gat honum dottið þessi
vitleysa í hug? Slíkt og þvílíkt var ómögulegt. . . . Það var allt
horfið.
En samt.... hafði ekki Þorvaldur bóndi sagt, að lrann skyldi
atlruga nrálið. . . .? Æi, nei. Hann átti ekkert eftir, nema. . . .
ENN horfir Láki á blinda manninn, neðan úr fjörunni og
hugsar: — Kannski verð ég einlrvern tírna ganrall og blind-
Ur - • • • og sit alltaf úti undir vegg. . . . og öllum þykir ég leið-
mlegur. ... og ég get ekkert gert eins og hitt fólkið. . . . og
engum þykir vænt um mig.
En. . . . ef einhverjum litlum dreng þætti þá vænt um mig,
°g hann segði mér, hvernig ég ætti að fara að því að gera eitt-
hvað, þá. . . . kannski. . . . gæti ég eitthvað. Og ef litli dreng-