Jörð - 01.09.1946, Side 85
JÖRÐ
83
skilinn eftir óskertur, afgirtur af samanhrundum námuveggj-
unum. Þar stóð áhald á stærð við píanó og gaf frá sér tifandi
kljóð eins og klukka.
„Búið!“ sagði Everson.
Þeir lögðu af stað inn í skóginn eftir troðningum, sem einu
sinni hafði verið fjölfarinn vegur, þar sem fyrst höfðu ekið
norskir, síðan þýzkir og loks rússneskir bílar blaðnir nikkel-
ntálmi, sem notaður var í annarri heimsstyrjöldinni.
Bíllinn stóð tilbúinn. Þeir lyftu af ltonum blæjunni og
lögðu af stað. Þeir óku hratt. Von bráðar voru þeir komnir
uPp á þjóðveginn og héldu áleiðis suður. 70 kílometra frá
námunni var veitingahús. Þar stönzuðu þeir til að fá sér að
Borða. Stúlkan, sem gekk um beina, hafði tvær langar og falleg-
ar ljósar fléttur. Hún lét þær falla á öxl Hugh Dunn, þar sem
hann sat og athugaði matarseðilinn, eins og til að bjóða liann
velkominn, en liann veitti því enga eftirtekt. Everson varð að
lokum að þýða það, sem stóð á matarseðlinum og panta mat-
inn, þar sem Dunn var ekki meir en svo vel að sér í norsk-
unni. Þannig er það venjulega, íbúar smáríkjanna verða að
kera tungur hinna stærri.
ÞEGAR er morgun í Skandinavíu, þá er kvöld í Indlandi.
Chandra Lalunal reyndi ekki að verjast hitanum, hann
varð að sætta sig við hann, þar sem hann sat og horfði á trén
°g skugga þeirra á fletinum framan við húsið. Það skvampaði
1 gosbrunninum.
Chandra gat séð milli trjátoppanna hér og þar á hvelfingar
°g turnspírur borgarinnar. Á einum stað glytti í múra stjórnar-
hyggingarinnar. Hann sat ekki í útidyrunum vegna þess að
þar væri gola, heldur vegna þess að hann vonaðist eftir að það
mundi svalna þegar leið á kvöldið. Hann hélt á hefti. Hann
!eit í það án þess að lesa. Þetta var vísindalegt rit, kallað Árs-
fjórðungsrit fyrir alþjóðlega eðlisfræði. Meginlduti lesmálsins
var ekki prentað með venjulegu letri, heldur allskonar stærð-
fræðilegum táknum og línuritum. Andlitsdrættir hans voru
skarpir. En það, sem einkenndi útlit hans mest voru augun,
öökk og skær, ennþá dreymandi. Hann fletti í ritinu.
6*