Jörð - 01.09.1946, Page 91
JÖRÐ
89
verjinn sat á tröppunum og horfði á skuggana og Ameríku-
niaðurinn ók vagninum meðfram Yang-tse fljóti.
Evans var alltaf í essinu sínu við dagmál. Urn það leyti
Eom hann heiim frá vinnu sinni. Heimili hans var heldur fá-
tækleg tveggja herbergja íbúð í gömlu hóteli, þar sem hann
Efði óbrotnu einsetumannslífi, ótruflaður af öllum. Þegar
hann var nýbyrjaður við háskólann, sem undirkennari og að-
stoðarmaður prófessorsins á rannsóknarstofunni, voru skilyrðin
erfið. Húsakynnin lítil og óvistleg og tækin ófullnægjandi, tínd
1 hasti saman sitt úr hverri áttinni. Nú var allt breytt. Hann
vann í stórhýsi innan um tæki, sem höfðu kostað margar
’oiljónir dollara.
Evans hætti vinnu sinni, þegar birta tók. Hann gekk blístr-
andi niður götuna, þessi litli, aldraði, kringluleiti maður,
sikátur með bros á vör og alltaf með hendurnar í vösunum.
Hann fékk sér kaffi og vínarbrauð á ódýru næturveitingahúsi
°g liélt síðan áleiðis til hótelsins. Auk morgunblaðanna hafði
pósturinn fært honum Ársfjórðungsritið.
Auðvitað fór hann strax að lesa. Evans mundi þá daga,
Þegar öðruvísi var um að litast í heimi vísindanna. Þá bönn-
uð'u stjórnarvöldin ekki birtingu upplýsinga um vísindaleg
afrek. Fréttir af þeim voru eins og hverjar aðrar fréttir. Nú
konrust vísindaritin samdægurs út um allan heim, en það hafði
Htið að segja, þar var sjaldnast um auðugan garð að gresja.
Evans þekkti vel til vísindanna fyrir skelfingartímann, og
þekkti marga af þeinr stóru, sem starfað höfðu í þágu þeirra.
Hann hafði nreira að segja einu sinni talað við Einstein.
Hann lá aftur á bak í rúminu og las. Þegar lrann konr að
Eaflanum um vismútrannsóknirnar, hvarf glaðlegi svipurinn
sEyndilega af andliti hans. Hann sá villuna, lygndi augunum
°g hugsaði fast. Ef einhver skyldi álpast til að gera þessa til-
raun!
Hvað gat hann gert einn síns liðs? Hann athugaði möguleik-
ana á að snúa sér beint til stjórnarinnar, en vissi að það var
eEki svo auðvelt að sannfæra náungana í Washington og fá til
0 gripa til róttækra ráðstafana. Hann var í svipaðri aðstöðu
°§ Chandra og Stackpole. Aðeins áhrifamiklir einstaklingar