Jörð - 01.09.1946, Side 102
100
JÖRÐ
með hraða, sem skiptir þúsundum kílómetra á sekúndu. Sú
skýring er fljótt á litið aðgengilegust fyrir skilning okkar. En
við það að fjarlægjast hver aðra ætti smám saman að draga úr
hraða vetrarbrautanna, eins og smám saman dregur úr hraða
steins, sem kastað er upp í loftið. Vetrarbrautirnar hefðu því
verið á enn meiri lrraða fyrir hundrað árum og enn meiri hraða
fyrir milljón árurn en þær eru nú og auk þess nær hver annarri,
þannig að fyrir nokkur þúsurid milljónum ára, hefðu raun-
verulega allar vetrarbrautirnar átt að vera samþjappaðar á
sama stað og vera á geysihraða.
En ef við gerum ráð fyrir því, að eiginleikar rúmsins, eða
geimsins, séu aðrir, en venjuleg skynjun okkar segir okkur,
þá er hægt að skýra þetta fyrirbæri á ýmsa vegu. T. d. hefur
afstæðiskenningin skýringu, sem getur a. m. k. skýrt fyrirbrigði
þetta að nokkru leyti. Við getum líka t. d. gert ráð fyrir því, að
breyting hafi orðið á umferðatíma rafeindanna. Umferðatími
þeirra hafi verið minni fyrir nokkrum milljónum ára en hann
er nú. Við verðum að hafa hugfast, að ljós það, sem við sjáum
frá vetrarbrautunum er orðið milljóna ára gamalt. En hvað
þýðir það, að breyting hafi orðið á umferðatímanum?
Við mælum tímann við umferðir Jarðarinnar um Sólina, eða
einhverja aðra reglubundna hreyfingu. Þetta mundi þýða það,
að einhverjar breytingar hafi orðið, sem ekki hafa fylgst fylli-
lega að alls staðar í heiminrim, þ. e. í þessu tilfelli, að þær hafa
ekki náð til þess að breyta tíðni þess ljóss, sem var á ferðinni
um geiminn. Eða máski að breytingarnar séu í okkar hverfi
heimsins. Ef viðhöfum aðeins tvær klukkur, og þær ganga ekki
eins, getum við ekki vitað hvor þeirra það er, sem ekki gengur
rétt, eða e. t. v. fylgist hvorug þeirra með því, sem við nefnum
réttan tíma.
Af því, sem hér er sagt, vænti ég þess, að lesendur Iiafi gert
sér grein fyrir því, að fyrirbæri þau, sem við skynjum, má skýra
á ýmsa vegu með jafnmiklum rétti. Dagleg reynsla okkar, sem
aðallega byggist á atbugunum hluta, sem nærri okkur eru og á
athugun hluta, sem hafa stærð, sem er ekki mjög frábrugðin
stærð okkar sjálfra, hefur kennt okkur að byggja upp hugmynd
okkar um heiminn, en mynd þessi samrýmist ekki nema að