Jörð - 01.09.1946, Page 103
101
JÖRÐ
'iokkru leyti þeirri mynd, sem við fáum, ef fleiri hlutir eru
teknir til athugunar. I>etta er mjög veigamikið atriði, og hef
eg talið nauðsynlegt að liafa þennan inngang til þess nánar að
geta skýrt frá kenningu Haldanes.
TILGÁTUKERFI Haldanes byggist á kenningu, sem prófes-
sor Milnc setti fram fyrir nálægt því 10 árum. Kenning
þessi markar nýtt spor í mannlegri hugsun. Milne gengur út frá
því, að ef heimurinn væri athugaður frá ýmsum stöðum, þá
Va?ri hann í aðalatriðum eins, hvaðan sem hann væri séður,
þ- e. stjörnur, stjörnuhópar, vetrarbrautir o. s. frv., og efnið,
bin eðlisfræðilegu lögmál og efnafræðilögmálin væru alls stað-
ar svipuð eða eins. Allir athugendur myndu t. d., eins og við,
sjá það, að ljósið frá fjarlægum vetrarbrautum væri rauðara en
ftá hinum nálægu. Gætu þeir t. d. litið svo á, að þetta stafi af
því, að vetrarbrautirnar séu að fjarlægjast hver aðra. En þeir
g^tu líka litið svo á, að vetrarbrautirnar væru ekki að fjarlægj-
ast hver aðra, heldur, að þetta stafi af röngum skoðunum þeirra
a tíma og rúmi. Þannig er hægt að fá ýmsar skýringar á fyrir-
brigði þessu. Tvær af þessurn skýringum verða einfaldastar. í
aðalatriðum má segja, að önnur skýringin sé fullkomnust, ef
skýra á hvers konar geislun, en hin skýringin er þægilegust, ef
skýra á hreyfingar efnisins.
Fyrri skýringin, sem Haldane nefnir kinematisku skýringuna,
leiðir til þess, að liðni tíminn telst endanlegur, og sé heimur-
llrn nú nálægt því 2 þúsund nrilljón ára gamall. Allt efni sé
Jnnan kúlu, sem stöðugt er vaxandi, og vex radíus hennar með
þóshraðanunr. En þótt kúla þessi sé þannig endanleg að stærð,
geta rúmast í.henni óendanlega margar vetrarbrautir. Frá okk-
ar sjónarmiði verða flestar þeirra nær því óendanlega þunnar,
þ- e., þær fjarlægjast okkur með nær því ljóshraða. En menn
þeir, ef einhverjir eru, sem heima eiga í þessum vetrarbrautum,
^oundu á sama hátt telja okkur eiga heima á endamörkum
beimsins og vera í vetrarbraut, sem væri óendanlega þunn og
fjariægðist þá með nær því Ijóshraða. En það er ekki aðeins
beimurinn, sem þannig stækkar með hraða ljóssins, heldur
einnig frumeindirnar, frumeindakjarnarnir og allir hlutir