Jörð - 01.09.1946, Qupperneq 144
142
JÖRÐ
um að hlutleysisyfirlýsing þess væri virt að vettugi. Að vísu
varð að verja geypilegu fé til vígbúnaðar og hervörzlu á styrj-
aldarárunum, en framleiðslukerfi landsins er líka með öllu
óskert. Svisslendingum líður því verulega vel, miðað við þorra
Evrópuþjóða.
Kommúnistar eru þeir ein'u í.Sviss, sem telja enga bendingu
felast í jressari reynslu um, hverja afstöðu skuli tala til Sam-
einuðu jrjóðanna. Þeir segja, að Sviss eigi Sameinuðu Jrjóðun-
um allt að Jíakka og sé nú skylt að veita þeim allt það fulltingi,
er J^að má, fyrst og fremst með því að taka á sig, afdráttarlaust,
allar almennar kvaðir bandalagsins.
í haust er leið skipaði sambandsstjórnin nefnd, með utan-
ríkismálaráðherrann sem formann, til að rannsaka allt mál-
efnið um viðhorfið til Sameinuðu Jyjóðanna. Voru í nefndinni
fulltrúar ekki einungis allra stjórnmálaflokka, heldur og sam-
bandsdómstólsins, umboðsstjórnarinnar, liersins, háskólanna
og hinna stóru félagakerfa á sviði atvinnulífsins og menningar-
starfseminnar. Nefnd jressari var Jregar í upphafi fengið til at-
hugunar allverulegt efni, sem unnið hafði verið úr og gerð
hafði verið grein fyrir af ýmislegum sérfræðingum. Niður-
staðan af öllum Jíessum rannsóknum var sú, að Sviss gæti ekki
lialdið sig utan svo mikils félagsskapar, er hefði varanlegan og
alþjóðlegan frið að markmiði, en samt yrði að krefjast Jress, að
landið fengi að halda sínu ævaforna hlutleysi.
Um hríð stóð það Sviss fyrir inngöngu í bandalag Sameinuðu
þjóðanna, að það hafði ekki stjórnmálasamband við Soviet-rík-
in. Nú er sú hindrun úr sögunni.
í umræðunum um þetta mál hefur Jrá hugmynd borið liátt,
að Sviss gæti orðið Sameinuðu Jjjóðunum verðmætara með því
að vera friðheilagt, ef til ófriðar kæmi, en með hinu, að taka
J)átt í hernaðaraðgerðum í ljandalagsins Jrágu. Mundi landið þá
geta verið liæli fyrir særða menn og öðruvísi þjakaða, sem
bandalaginu væri greiði að geta komið þar fyrir. Auk þess
mundi landið auðvitað með gleði taka þátt í sérhverju frið-
samlegu samstarfi og taka að sér aðrar undantekningarkvaðir
en áður voru nefndar, einkum í sambandi við alþjóðadómstól-
inn og aljrjóðlega hjálparstarfsemi.