Jörð - 01.09.1946, Síða 149
JORÐ
147
fjármálamaður og er nú um eða yfir áttrætt; hann var einn af
nánustu samstarfsmönnum ’Woodrow Wilsons. Þegar gúmmí-
skorturinn svarf sem liarðast að Bandamönnum í upphafi ó-
friðarins við Japani, var það Bernard Baruch, sem leitað var
til, öðrum fremur, til að ráða fram úr vandanum. Og það var
ráðið glæsilega fram úr honum.
Merkasta atriðið í tillögunum fimmtán er hið fimmtánda:
að réttur hvers einstaks af stórveldunum til að stöðva samþykkt
hinna ríkjanna allra í Oryggisráðinu skyldi úr gildi numinn
að því er tæki til kjarnorkumála.
19. júní sl. komu svör Bretlands og Soviet-ríkjanna. Brezki
fulltrúinn í Öryggisráðinu, sir Alexander Cadogan, gekk, fyrir
Bretlands hönd, algerlega inn á tillögurnar, en Andrej Gromy-
ko, fulltrúi Rússa, kom með gagntillögur, þar sem í stað 15.
greinar Baruchs var svo ákveðið, að öll lönd skyldu undirskrifa
yfirlýsingu, þar sem þau skuldbindu sig til að liafa eyðilagt jrær
birgðir, sem þau kynnu að hafa undir hendi af kjarnorku-
sprengjum, þremur mánuðum eftir undirskrift yfirlýsingar-
innar og skuldbundu sig til að framleiða ekki kjarnorku-
sprengjur eftirleiðis! Afnám stöðvunarvaldsins í kjarnorkumál-
um fordæmdi Gromyko. Rússar líta víst svo á, að nú um hríð sé
alþjóðlegt eftirlit nokkurn veginn sama og ensk-bandarískt
eftirlit. Hins vegar verður varla sagt, að mikil trygging sé í
j^eim „denatúreruðu" öryggisráðstöfunum, sem Rússar stinga
upp á, enda höfnuðu Bandaríkin jreim tafarlaustA
Það er sorglegt, að mönnum skuli sjást yfir, að hér er meira
í veði en ])að, sem tryggja á með varfærninni. Tilvera mann-
kyns og menningar er j)ó frumskilyrði j)ess, að ])að verði eitt-
hvert ákveðið stjórnskipulag og hagkerfi og þjóðfélag og ríki
að verja.
* 27. septemhcr sl. kom útvarpsfregn um, að Rússar liefðu slakað eitthvað til
í þessu efni. — Rilslj.
Svar við gútu á bls. 120.
Augu 1 eiga munn A, augu 2 munn E, augu 3 munn F, augu 4 munn B,
augu 5 munn D, augu 6 munn C.
10*