Jólatíðindin - 24.12.1919, Blaðsíða 3

Jólatíðindin - 24.12.1919, Blaðsíða 3
Desember 1919. J ólatíðíndin 3 Jóla-þankar. Páskar og hvítasunna urðu snemma hátíðisdagar kristinna manna. — Jólin urðu það fyrst löngu síðar. Ástæðan var án efa alls ekki sú, að hinir fyrstu kristnu söfnuðir legðu minni áherzlu á þennan þýðingarmesta atburð mannkynssögunnar, en gert er nú á tímum. Hún var blátt áfram sú, að menn þektu ekki hinn rétía fæðingardag Frelsarans. Auk þess var það ekki siðvenja krist- inna manna á þeim tímum, að halda afmælisdaga hátiðlega. Var litið á það sem heiðna venju, og benti á, að ritningin talaði að eins um tvær persónur, sem héldu fæðingardaga sína: þá Faraó og Heródes. Meðal kristinna manna vaknaði brátt sterk löngun til þess að minnast fæðingar Frelsara mannkynsins. pað var ekki hægt að mótmæla því, að þessi atburður hafði engu minni þýðingu i grund- veili kristninnar heldur en upprisan og hvitasunnan. pessi þrá leiddi til þess, aó reynt var að finna hyenær fæðing Jesú Krists hafði borið að; en það reyndist árangurslaust. Ýmislegt virtist þó benda til þess, að fæðingardagur hans sé einhvern tíma i september eða október; sumir lialda jafnvel að hann muni vera síðast í ágúst. Sökum þess að ekki tókst að finna hinn rétta dag, var afráðið að halda 25. desember hátíðlegan, sem m i n n- ingardag um fæðingu Jesú. pað gerðist á fjórðu öld og breidd- ist brátt út meðal allra kristinna safnaða. í Egiptalandi var 6. janúar þó haldinn hátíðlegur í minningu um fæðingu Frelsarans, þar til í byrjun fimtu aldar að Justinianus keisari skipaði svo fyr- ir, að 25. desember skyldi vera hátiðisdagur allra kristinna manna. pessi ákvórðun var tekin með tilliti til þess, að „sólin sneri við“ um þetta leyti ársins og dagarnir tóku að lengjast. Birtan var að fá yfirhöndina aftur; myrkrið hopaði á hæl. Heiðnir menn héldu stóra „Sólarhátíð“ 25. desember.--Sól- ardýrkun var mjög útbreydd í fomöld, — og voru ýmsar aðrar hátiðir tengdar þessari aðalhátíð, svo næstu dagana eftir 25. des- ember voru óslitin hátíðahöld. Svo kom kristindómurinn og lagði „Sólarhátiðina“ undir sig, með þvi að gera 25. desember að minn- ingarhátið konungs síns, Jesú Krists. En, það fór nú sem oftar, að þeir sigruðu settu merki sitt á sigurvegarana. Margar fornar og heiðnar venjur frá „Sólarhátiðinni“ fluttust yfir í kristnu há- tíðina, t. d. margskonar óhóf í mat og drykk, skemtunum og klæðnaði. — Jólin eru fagnaðarhátíð kristinna manna í margfalt víðtækari merkingu en hún var fyrir heiðingjana. Jólatré, jólaljós, jóla- söngur og barnafögnuður er mjög svo samrýmanlegur hátíðahald- inu, einkanlega á hinum köldu Norðurlöndum, þar sem hver skammdegisdagurinn er öðrum dimmri og öjnurlegri. Menn hafa gefið hátíðinni mjög misínunandi nöfn. Á Norðurlöndum er hún t. d. kölluð jól, með tilliti til sólhvarfanna, þegar sólin fer aftur að hækka á lofti, líkt og hjól, sem byrjar að snúast í gagnstæða átt. Englendingar kalla hátíðina Christmas, Kristsmessu; í pýska- landi heitir liún Weinacht, nóttin helga o. s. frv. Víðast hvar er jólahátíðin hátiðleg haldin eftir „tízkunni“, eft- ir hugsunarhætti lieimsins. Matur og drykkur, leikhús, dansleik- ir, leikföng og þægindi úti og inni ráða mestu. Hjálpsemi og góð- gerðalöngun færast þó víðast hvar í vöxt í sambandi við jólin. — Fátæklingurinn þarfnast líka gleði. Kvíði fyrir vöntun og neyð má ekki glepja jólagleði nokkurs manns. Ánægja og vellíðan á að komast inn á hvert heimili, og i stórborgunum fara börnin, sér í lagi þau fátæku, frá einu jólatrénu til annars og syngja: „Heims um ból, helg eru jól.“ Jólin eru fagnaðarhátíð i sönnustu merkingu, og eiga að vera það fyrir alla menn. Fyrir kristna menn eru þau þó aimað meira en gleðidagur og f jölskylduhátíð, því jólaguðspjallið boðar and- leg sólhvörf, vaxandi andlegt ljós. Andlega birtan hafði verið að smá þverra og þorna út, nú hafði hún loks náð lægsta stiginu. Nýtt andlegt ljós var fram komið, sem engin öfl gátu bundið. ]?að er þetta, sem allir lærisveinar Krists horfa á og hugsa um á jólahátiðinni. Jólaguðspjallið segir frá fæðing Jesú sem hinum gleðirikasta atburði fyrir alla 'menn, af þvi að liann er Frelsarinn, sem allir hafa þörf fyrir, Frelsarinn, sem bjargar mannkyninu úr þoku og myrkri, frá kuldanum, sem kyrkir allan andlegan gróður, frá allri óhamingju óíriðarins og sjálfselskunnar. En fyrst og sið- ast sýnir það oss Frelsarann, sem bjargar oss frá synd og and- legum dauða. Vissulega er þetta gleðilegt og liáleitt fagnaðar- erindi. Hvernig hafa menn snúist gagnvart þessum boðskap. Hjarð- mennirnir á völlunum við Betlehem trúðu boðskap englanna og þeir fundu Frelsarann, en þeir eru því miður æði margir, sem halda að fagnaðarerindið um fæðingu hans sé falleg skáld- saga. Og það er óneitanlega ýmislegt, sem styður þessa hugmynd, ef fljótfærnislega, óvísindalega og ótrúfræðislega er litið á þessi merkilegu sanniridi um kærleika Guðs til dauðlegra afbrota- manna. J?að er nú nær 2000 árum síðan englarnir sungu um „frið á jörðu.“ Hvar er nú sá friður er spurt. Ófriðurinn virð- ist færast i vöxt og það lítur óneitanlega svo út, á yfirborðinu að minsta kosti, að boðskapurinn um Frelsarann og frið á jörðu sé i bezta lagi fallegur draumur. — Að kristindómurinn sé i raun og veru gjaldþrota. Hafi ekkert að bjóða, engu að miðla. En liversu rangsnúin og ósönn er ekki slík ræða? Frelsarinn kom til heimsins, til þess að sá sæði, sem átti að þroskast og bera ávöxt í hjörtum mannanna og þessi ávöxtur átti að flytja frið, frið á jörðu og frið við Guð. pað eru til tveir stórir sáðmenn i heiminum: friðarhöfðinginn og höfðingi heimshyggjunnar. Og sökum þess eru lífsskoðanir manna- svo sundurleitar og ófrið- urinn í hjörtunum svo tilfinnanlegur, að sæði hins síðartalda fær oft rúm. Höfðingi heimshyggjunnar boðar mönnum trúarbrögð sjálfselskunnar. Sáðkorn hans eru eigin hagsmunir, það sæði þrífst vel. Hann býður „efstu sætin“ og telur mönnimi trú um, að þeir ættu skilið að eiga „hásæti i sólinni.“ Já, honum hefir tekist svo vel sumstaðar, að menn viðurkenna ekkert sjálfum sér æðra. Hann bendir á veginn til auðæfa, til valda, til heiðurs og frægðar. Hann kennir að rétt sé að beita olnbogunum til þess að komast áfram. Hann kcnnir mönnum að hrifsa hagsmuni á kostnað annara. Hann telur þeiin trú um, að leyfilegt.sé að troða aðra undir, til þess að verða sjálfur ofari á, og hann endar með þvi, að kenna, að mannkynið sé til orðið til þess, að bera einn einasta ávöxt: Valdsmanninn, sem á að drotna og vegsamast, eins og væri hann jafningi Guðs. pað er ávöxturinn af sæði höfðingja heimshyggjunnar, sem vér sjáum í heiminum á þess- um síðustu tímum. Heimsmenningin veitti friðinn, s v o m e n n þyrftu jóla-lagnaðarerindisins ekki með. pað átti að gera það óþarft! pað var reynt að telja mönnum trú um, að þvi væri o f a u k i ð. Nú, síðan heimsslyrjöldin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, liefir sú ræða fallið niður. pessi þekk- ing var notuð í þjónustu hernaðarins, þvi er ekki hægt að mót- mæla með sönnum rökum. Að sjálfsögðu er fræðslan góð, þegar hún er i sinni sönnustu mynd, en andlegt stórveldi hefir hún aldrei verið. Hún getur ekki friðað heiminn og því siður getur hún samið frið milli Guðs og mannshjartans. Nei, varanlegur friður getur að eins þroskast af því frækorni, sem Friðarliöfðinginn sáir og einn mikils verðasti ávöxturinn af þvi sæði er kærleikur til náungans. „Friðarhöfðinginn segir: „pað, sem þér viljið að mennirnir geri yður, skuluð þér og þeim gera.“ Lærisveinum sínum býður hann ekki að eins að bera sínar eigin byrðar og íþyngja ekki öðrum, heldur lyfta undir hyrðina lijá náunganum og fullnægja þannig hinu nýja lögmáli, sem hann er sjálfur höfundur að: L ö g m á 1 i K r i s t s. Lögmál Krists er kjarni kristindómsins. pað lcallar á þjónustu- andann; ekki anda valdboðans. par sem þjónustu-andinn er, býr friðurimi. petta er hið góða sæði, ávöxtur þess er gulli betri. pað er ómögulegt að segja það, hvað mannkynið á því að þakka. pjónustuandinn er fóstbróðir friðarandans. Barnið Jesús i jöt- unni er hinn mikli þjónn, sem kom ckki til þess að lála þjóna sér, en til þess að þjóna öðrum og loks til þess að láta líf sitt öðrum til lífs. pví er það, að jólaboðskapurinn hefir svo mikil og göfgándi álirif á alla sanna kristna menn. peir vita það vel, að kristindómurinn hefir hvergi nærri orðið gjaldþrota. pað er andstæðan sem er sanni nær. Andi heimshyggjunnar er að verða gjaldþrota. Miljónir hefir hann svikið, og þó halda margir dauða- haldi í hann. Hvílíkt öfugstreymi! pá fullyrðingu, sem svo mörg- um var töm og kær, þorir nú enginn hugsandi maður að koma með, fullyrðinguna um það, að þekkingin ein mundi stöðva all- ar styrjaldir og ráða bót á öllum meinum. Slik ræða er fyrir löngu hlægileg orðin í Ijósi raunveruleikans, sem sannar, að aukin menn- ing á grundvelli síngirninnar hefir þvi nær- án undantekninga verið tekin í þjónustu herbúnaðarins og yfirdrotnunarinnar. Ment- uðustu þjóðirnar eru útataðar í blóði. par berast bræður á bana- spjótum. par ber ekki á neinu, sem bendir i þá átt, að ment- unin ein geti stöðvað eða komið í veg fyrir alla þessa óhamingju og hörmungar. Bræðralag sósíaldemokrata — jafnaðarmenn eru þeir nefndir hér á landi — hefir heldur ekki getað afstýrt böli styrjaldanna. pegar óveður ófriðarins skall á, sat auðshyggjan við stýrið hjá þjóðunum. pessu er ekki hægt að neita með sönn- um rökum. Ef kærleikurinn til náungans hefði verið við völd, ef þjónustuandi Jesú Krists hefði setið í hásætinu, ef kristindóm- urinn hefði haft völdin i huga og hjörtum mannanna, svo að hið æðsta lögmál þeirra hefði vérið lögmál Jesú Krists, þá hefði eng- in heimsstyrjQld átt sér stað. Og alla þá stund, sem höfundur kærleikans, hins eina sanna bræðralags, sat að völdum, var frið- urinn öruggur á öllum sviðum mannlifsins. Síðasta styrjöld hefir meðal annars léitt það í ljós, að marg- ir sem báru kristið nafn, voru slæmir, og að kristindómurinn var m i k 1 u hærri o g m i k 1 u d ý p r i en margt það, sem kallað var kristindómur, margt, sem í raun réttri var gylling, sem máðist óðara af, þegar valdasýki og yfirgangur liöfðingja heimsandans fór í sinn versta ham. Jólaboðskapurinn er sigursöngur friðarins. Hann kallar á hina sönnu friðarhugsjón: Fórnfýsina. Hver, sem í alvöru lætur leið- ast af henni, verður sáttasemjari og friðarboði bæði á heimili sínu og utan þess. Hvar sem áhrifa hans gætir, kemur það fyr eða síðar í ljós, að hann byggir lífsskoðun sína og trú á þeim sann- asta grundvelli sem til er. Ágústus keisari var friðarhöfðingi á sína vísu. Veldi Rómverja stóð sigri lirósandi, magar voldugar þjóðir urðu að lúta boði þeirra og banni og heimsfriðurinn var trygður í orði kveðnu. En hann varð skammvinnur, því hann var skapaður með stáli og blóði. pað var andi yfirdrotnunarinnar, sem hafði samið þann frið. Slikur friður er sjónhverfing ein. „Falskur friður skapar nýjar styjaldir,“ segir fornt spakmæli. pað færi betur, að augu margra opnuðust, svo að þeir sæu hinn mikla mismun á Ágústusi keisara og Kristi, á höfðingja heimsins og höfðingja friðarins, á yfirdrotununarandanum og þjónustuhugarfarinu. Mætti þátttaka vor í jólafögnuðinum ávall vera hjartanleg — sönn og djúp — og þá fyrst og fremst yfir hinum blessaða boð- skap um það, að Frelsari mannanna er vissulega fæddur, og að hann kom til þess að láta lífið heiminum til lijálpræðis. pað er rödd hans, sem svo mildilega og alvarlega talar tH vor þessi þýðingarmiklu og umhugsunarverðu orð: „Ef einnig þú hefðir á þessum degi vitað, livað til friðar heyrir —.“ Hans eigin þjóð, Gyðingaþjóðin, þekti ekki sinn vitjunartíma. Hún þekti heldur ekki, hvað til síns friðar og farsældar heyrði. Sá. sem ekki gefur gætur að vitjunartíma sínum, og virðir gleði- boðskap jólanna að vettugi, fer mikils góðs á mis. Já, ógæfusöm er sú vesalings þjóð, sem afneitar fagnaðarerindinu um fæðingu Frelsarans, það sjáum við ljósast af sögu Gyðinga. Ó, dýrð sé þér i hæstum hæðum, er hingað komst á jörð; á meðan lifir lif i æðum, þig lofar öll þín hjörð; á meðan tungan má sig hræra, á meðan hjartað nokkuð kann sig bæra, hvert andartak, hvert æðarslag Guðs engla syngi dýrðarlag. Nýr klæðskeri í Tangagötu 2g. (Áðnr hús Jóns skipsljóra Bjarnasonar). Takmarkið er, að leysa alt svo fljótt og vel af liendi, sem framast er unl. Vænti eg og þess, að menn reyni viðskifli við mig. Þótt saumastofan sé lítil nú, býst eg við að hún vaxi. Gleðilegjól! Farsælt árt Með virðingul Jón Jónsson. Br audgj ör dahús Itlp Eirikssinir Selnr allskonar köknr og branð. Tvíbökur, krínglur og skonrok sent hvert á land sem óskað er. Nægar Mrgðir fyrirliggjandi. Ennfr. er skynsamlegast að kaupa eftirtaldar vörur hjá undirrituðum: Iiaffi (brent) nr. 1 og H. Um jólin ættu allir að nota kaffi nr. 1. — Súkkulaði margar teg. Mjólk, sæt og ósæt. — Smjðrlíki eins gott og ísl. smjör. — Lagerðl frá „De forenede Bryg- gerier“. — Limonaði íslenskt og danskt. — Mclís, kandís, brjóstsykur og margt fleira sælgæti, til dæmis Pebermynt Fondant. Á von á mörgn ilelrn fyrir ]ólin. Öjorið hyo vel og komið o>? ieitist fyr- ir um verð og vörugæði. Helgi Eiríksson Iiesið! laesið! óskar af heilum hug viðskiftavinum sínum gleðilegra Jóla og þakkar þeim innilega fyrir viðskiftin. Ljónifl hefir nú miklar vörnbirgðir, svo sem: flaiðsynjauörur: « Kreialztisiinr: Alla Matvöru Þ tí Krystalsápu Rio Kaffi >o Kreolinsápu Brent Kaffi > Stangasápu Kaffibæti Cfi Sólskinssápu Melis < n Marsilliesápu Strausykur Grænsápu Kandís Blæsóda Rúsínur kO Ch Malaðan Sóda Sveskjur m Klorkalk Krvdduörur: Skutau: Sælptisvörur: Gerpúlver Herra Súkkúlaðið góða Eggjaduít Dömu, glans Brjóstsykur Kanel Drengja Vínþrúgur Kanel steyttur Telpna. Epli Pipar steyttur Sandalar Appelsínur Oma Smjörlíkið, lbs. 1,35. Steinolía, pottur 0,60. Kartöflur, pk. 16 00 Ostar, margar tegundir. Brauð, margar tegundir. Mjólk, 2 tegundir. Munið að LJÓNIÐ hefir bætt að mun vöruverðið, og mnn gera svo framvegis af fremsta megni. Því meiri sem viðskiftin verða, því meira getur vöruverðið batnað. Með mikilli virðingu pr. verzlunin Ljónið Crisli Hj álmarssou.

x

Jólatíðindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólatíðindin
https://timarit.is/publication/475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.