Jólatíðindin - 24.12.1920, Blaðsíða 3

Jólatíðindin - 24.12.1920, Blaðsíða 3
J ÓLATÍÐINDIN Desember 1920. 3 HYRNINGARSTEINN GISTIHÚSSINS OG SJÓMANNAHÆLISINS « Á ÍSAFIRÐI LAGÐUR. pau eru orðin nokkuð mörg, vonbrigðin, og' margvísleg, síðan í marsmánuði síðastliðinn vetur, sem hafa orðið á vegi hínnar fyrirhughðu byggingar hér á ísafirði. , Hefir margt af þvi komið svo óvaent og með svo einkenni- legu móti, að erfitt hefir virst að finna samræmi í því öllu saman og skilja framkomu þeirra, sem hindruðu framkvæmd fyrirtækisins í vor, enda þótt fjarhagsástand landsins sé bág- borið. pessa leiðinlegu sögu ætla eg þó ekki að rekja hér, að þessu sinni, ag sný mér því að efninu: Frásögninni um hyrn- ingarsteinslagninguna. Lesendum Jólatíðindanna mun mörgum kunnugt um, að áformað var að byrja á byggingu þeirri, er hér um ræðir, síð- astliðið vor. pessi áætlun varð öll að engu af, — fyrir okkur — óviðráðanlegum ástæðum. Vér væntum þó þess, að eitthvað greiddist fram úr þessum örðugleikum, svo hægt yrði að koma húsinu undir þak á þessu ári eigi að síður. pá fyrst, er vér vorum úrkula vonai’ um, að sú von rættist, var ákvarðað að leggja það fé í fyrirtækið, sem fyrir hendi var i byggingarsjóði. priðjudaginn 24. ógúst var svo loks byrjað á verkinu og fór hyrningarsteinslagningin fram tveim vikum síðar, og var hún framkvæmd af forstjóra Hjálpræðishersins á íslandi. Athöfnin byrjaði með þvi, að hornaflokkur lék eitt lag, og var svo lesinn eftirfarandi kafli úr heilagri ritningu: „pá kom orð Drottins til Salómons svolátandi: Musteri þetta, sem þú ert að byggja — ef þú gengur eftir boðorðum mínnmi og varðveitir allar skipanir mínar, með þvi að ganga eftir þeim, þá mun eg efna heit mitt við þig, er eg gaf Davíð föður þínum og eg mun búa meðal Israelsmanna og eigi yfir- gefa lýð minn Israel.“ (I. Kon. 6, 11,—13.). Var svo flutt stutt bæn. Tók þá deildarstjórinn, Major S. Grauslund, til máls og flutti ræðu þá, er hér fer á eftir: „Tungur þjóðanna eru auðugar af fögrum orðum; orðum, sem hljóm|a i eyrum sem fegursta liljómlist, orð, sem liræra við bestu strengjum hjartnanna. pað geta verið skiftar skoðanir um það, hvaða orð sé fal- legast allra orða, en eitt er þó það orð, meðal þeirra sem hugð- næm eru og fögur, sem hefir áreiðanlega mikla þýðingu fyrir alla og sem! er mjög efnisríkt, — orð, sem ljómar likt og skín- andi stjarna. petta orð er: „Heimili". Heimilið er líkt höfn, þar sem vér getum fundið athvarf og hvíld, og það er — eða ætti í það minsta að vera — nokkurs- konar hæli, sem vér hvílumst i, söfnumj nýjum kröftum til sál- ar og líkama og fáum bót þeirra meina, er lifsbaráttan leggur ó herðar vorar. Og, að þvi búnu, haldið þvi starfi áfram, sem oss er trúað fyrir að vinna, mjeðan lif ok lcraftar endast. Byggingu þessa, sem hyrningarsteinninn er lagður að í dag, köllum vér „Sjómanna- og gestaheimili“ og er það hjartanleg ósk mín, að hún verði ætíð heimili fyrir þá, sem hingað koma eða dvelja hér. pessa ósk kem eg fram með í dag, sem full- trúi þess félags, sém stendur fyrir þessu verki, Hjálpræðishersins. pað er von vor, að sjómennimir og aðrir gestkomandi, sem leita hingað, finni hér ávalt opnar dyr, og að heimili það, sem ætlað er einhleypum gamlalmennum, um stundar sakir, verði, meðal annars, til að bregða birtu og gleði yfir æfikvöld þeirra. Já, verði til þess, að búa þau undir hið himneska heimili, sem í vændum er síðar meir. I grein þeirri, siemj lesin var frá heilagri ritningu, gefur Guð Salómon konungi það loforð, að ef liann lilýðnist lionum og boðum hans, þá skuli hann láta öll loforð sín rætast, og búa sjálfur meðal þjóðar sinnar. pað er ekkert það til, sem framar gæti gjört þessa bygg- ingu að heimili, en það, að þeir, sem hér eiga að starfa í fram- tiðinni, hlýðnist boðum Guðs. Og þvi að eins getur þessi bygg- ing orðið hæli, fyrir þá sem eg hefi þegar talað um, að for- ingjar þeir og liðsmenn, sem hér eiga að starfa, séu rikir af kærleika Krists. Og verði Kristur látinn stjórna og hans boð- um hlýtt, svo að hann búi mitt á meðal vor, þá held eg vissu- lega að oss auðnist að stofnsetja hér heimili í sönnustu merk- ingu. — pað hefir verið sagt, að vér ættum þöklc skylda fyrir það, að vér höfum byrjað á þessu verki nú á þessum erfiðu timúm. Vér játum það fúslega, að tímarnir eru erfiðir til þess að byrja á stórum fyrirtækjum; en hvað skal segja, verður betra að bíða? Eða er það ekki einmdtt svo með þessa stofnun, að hún þolir enga bið, og ætti í raun réttri að vera komin fyrir löngu? peápu ep tvitanlega svo varið. pað voru þvi mikil vonbrigðij fyrir oss í vor, að lánið fékst ekki í bönkunum, og að tilraunir þær, er gjörðar hafa verið síðar i þessu efni, sumpart hér á landi, og sumpat erlendis, hafa allar mishepnast, enn sem komið er. par eð vér liöfum, þrátt fyrir þetta, byrjað á byggingunni, með því fé sem til þessa dags er komið í byggingarsjóðinn, án þess að hafa fengið lán eða nokkura aðra hjálp annarsstað- ar frá, þá gjörum vér þetta fyrst og fremst sökum þess, að þörfin fyrir bygginguna er svo brýn og í öðru lagi sökunx þess að borgarar hér i bænum hafa beðið oss að byggja svo fljótt og nokkur kostur væri. —• — pað er von vor, að íbúar bæjarins og sveitanna hér í grend- inni, styrki þetta fyrirtæki af fremsta megni, og að þeir gjöri sitt ítrasta til að hjálpa því á þessum örðugu tímum. Næst eftir blessun Guðs og aðstoð, berum vér þá von í brjósti, að þetta verði ekki vonbrigði, þar semj vér höfum ráðist í að byrja á vcrkinu í þessu hræðilega árferði. — pað eð sumartíminn er svo stuttur, er tæplega unt að koma byggingu upp, svo vel sé, ó einu sumri. Byggingarfróðir menn hafa þvi ráðlagt oss, að byrja á verkinu, þótt seint sé, i þeirri v°n, að úr fjáirnálunum greiðist fyrir næsta vor, svo hægt verði að lúka verkinu næsta suniar. Við tækifæri sem þetta, er kallar oss hér saman í dag, finn eS ástæðu til að þakka bæjarbúum og öðrum, fjær og nær, fyrir þá samliygð, áhuga og hjálp, sernl þetta fyrirtæld hefir ávalt átt að fagna. Sér í lagi beini eg þessum þakkarorðum ttil bæjarstjórnar ísafjarðar, og þá ekki hvað síst til formanns bæjarstjórnarinnar og sýslunefndayinnar. Eg flyt yður öllum, sem stutt hafið þetta nytsama fyrirtæki, hér með hjartanlegustu þakkir fyrir hönd félags vors, Hjálpræðishersins. Vér munum ávalt leitast við að endurgjalda það traust, sein vér svo oft höf- um þreifað á, með þvi að leysa störf vor þannig af hendi, að þau verði bæði til nytsemdar og blessunar, andlega og tíman- lega.“ — Að ræðunni lokinni var nú, eins og venja er til, lesið upp afrit af því, sem leggjast átti í hyrningarsteininn, og læt eg það fylgja þessum línum orðrétt, lesendunum til athugunar og fróð- leiks: „SKILAGREIN UM BYGGINGU HJÁLPRÆÐISHERSINS Á ÍSAFIRÐI. * Bygging þessi er reist í þeim tilgangi, að hún verði athvarf sjómanna og annara ferðam&nna, og nefnist því: SJÓMANNA- OG GEST AHEIMILI HJÁLPRÆÐISHERSINS Á ÍSAFIRÐI. Ennfremur verður komið fyrir, á neðstu hæð hússins, bráða- birgðaheimili fyrir 15 gamalmenni, samkvæmt sérstökum samn- ingi við bæjarstjórn kaupstaðarins. Stærð hússins er 16,45 m. X 8,25 m., ásamt útbyggingu sem er 9,35 X 7 m. Húsið er bygt úr steinsteypu, tvílyft með porti og kjallara, nema útbyggingin verður að eins ein hæð með kjallara. Hornsteinn byggingarinnar er lagður af Major S. Grauslund 8. dag septembermánaðar 1920. Uppdrætti og áætlanir hefir hr. byggingarmeistari Einar Erlendsson, Reykjavík, samið. Yfir- smiður byggingarinnar er hr. trésmíðameistari Jón Sigmunds- son, Isafirði. Sá sem byggir er: BYGGINGA OG VERSLUNAR H/F. HJÁLPRÆÐISHERSINS 1 KAUPMANNAHÖFN. 1 stjóm félags þessa eru nú sem stendur: W. Bramwell Booth, stjóm- andi, umsjónannaður. Kommandör J. A. H. Povlsen, stjóm- andi. framkvæmdarstjóri. Meðstjórnendur: óberst J. Nielsen, Major J. Jörgensen og Ó. Bandsberg. Áætlað er, að byggingarkostnaðurinn verði um 125,000 krónur. Fjársöfnun til fyrirtækis þessa hóf Ensain O. ólafsson vorið 1916 og eru til þessa dags komnar 33,000 krónur í bygg- ingarsjóðinn, með frjálsum) samskotum, tillögum sýslu- og sveitafélaga ásamt með tillagi kaupstaðarins. Af opinberu fé er stofnuninni trygðm* 3000 króna styrkur ár hvert, fyrstu 10 ár- in sem hún verður starfrækt. Hyrningarsteinninn er lagður, og byrjað á byggingu húss- ins, á níunda ríkisstjórnarári Hans Hátignar Kristjáns konungs X., sömuleiðis á níunda stjórnarári W. Bramwell Booth’s, hers- höfðingja og yfirleiðtoga Hjálpræðishersins um heim allan. — Deildarstjóri Hjálpræðishersins á Islandi er Majór S. Grauslund. Flokkstjóri Hjálpræðishersins á ísafirði er Ensain O. ólafsson. Aðstoðarforingi á Isafirði er Ensain A. Nílsson. Flokkurinn á Isafirði var stofnaður 2. október 1896, og er hann annar flokk- ur Hjálpræðishersins á Islandi.---— Byggingu þessa reisum vér með þakklæti til ’Guðs fyrir handleiðslu hans á hðinni tíð, og með innilegri bæn til hans um það, að sjómenn og aðrir ferðamenn, er til bæjarins koraa, megi ætíð finna þar gott athvarf og skjól. — Mætti stofnun þessi einnig verða til þess, að fegra æfikvöld gamalmlenna þeirra, er hér verður búið heimili um nokkurt skeið. Heit: Vér færum bæjarstjórn og borgurum Isafjarðar og grend, já, öllum fjær og næ.r, innilegustu þakkir fyrir alla hjálp þeirra við að koma fyrirtæki þessu í framkvæmd. Vér væntum og þess, að fá að njóta nauðsynlegs fulltingis þeirra, bæði meðan á bygg- ingunni stendur svo og í starfinu á komandi árum. Vér heitum því, að kappkosta að göfga nafn Guðs í húsi þessu og leitast við að liðsinna og hjálpa þeim, er leita hingað til vor, og í öllu starfi voru viljum vér reyna að leiða menn og konur til hins mikla friðþægjara, Jesú Krists, sem einn er frels- ari raannanna og veitir fyrirgefningu syndanna. B æ n: Drottinn! vak þú yfir húsi þessu, svo að það, sem hér fer fram, megf ætið vera til blessunar fyrir íbúa þessa bæjar og aðra þá, er hingað koma. Amen.“ Loks var þá hið hátíðlega augnablik komið, er sjálft hylkið með frumritinu átti að leggjast í múrinn og geymast þar, ef til vill um margar aldir, til þess að koma aftur fram í dagsbirtuna á sínum tíma, og varpa ofurlítilli birtu yfir hugsanir og athafnir núlifandi kynslóðar. Forstjóri Hjálpræðishersins tólc nú hylkið, sem leggjast átti i hornsteininn í hönd sér, og með þessum for- mála fól liann það í grunni byggingarinnar: „Með þeirri ósk og bæn, að sjálfur Guð dvelji hér i náð sinni, mitt á meðal vor, svo þetta hús verði heimili fyrir marga heimilislausa, legg eg hér í hornstein þessarar byggingar þetta liylki í nafni heilagrar þrenningar: Guðs föður, Sonar og Heilags Anda. I hylkinu eru, ásamt með einu eintaki af blöðum vor- um, Herópinu og Unga hermanninum, skjöl, sem1 munu ein- hverju sinni fræða koandi kynslóðir um þær ástæður, er urðu þess valdandi, að vér létum reisa þessa byggingu. Arnen.,* pegar búið var að ganga forsvaranlega frá hylkinu í hom- steininum, lék hornaflokkurinn prýðisfallegt lag og' hugðnæmt. Tók þá lir. bæíjarfógeti Magnús Torfason til máls og flutti stutt en gagnort erindi. Frh. á síöu S. Isafiröi. Selur neðantaldar vörur, ásamt mörgu íleira sem hjer er ekki hægt að telja, er alt selst með sanngjörnu verði: Hveiti, Haframjöl, Hrísgrjón, Melis, Strausykur, Kandis, Kaffi, Export, Mjólk, sæt og ósæt, Dilkakjöt í dósum, Lax, í dósum, Síld í dósum, Gerpúlver, i pk. do. i lausri vigt. Eggjaduft, Ger, með Vanille, Vanillestangir, Kardemommer, st. og óst. Citrondropar, Möndludropar, Vanilledropar. Kardemommedropar, Buddingpulver, Crempúiver í pk. og lausri vigt. Isl. blautsápa — Stangasápa 2 teg. — Handsápur fleiri teg. — Sódi 2, teg. — Skeggsápa — Skósverta, 2 teg. — Ofnsverta — Taubl. — Kerti, smá og stór. Glervörur, svo sem ýmsar teg. Kristall- skála. Emailleraðar vörur, margar teg. Karlmannsfatnaður, ágæt tegund. — Molskinnsbuxur mikið úrval — Nannkinnsfatnaður fleiri tegundir — Karimanns- nærfatnaður mikið úrvsl Mannc. skyrtur, Milliskyrtur, mikið úrval — Flibbar og Slaufur, fleiri teg Hattar, linir svartir. Gjörið svo vel, og skoðið vöruna og spyrjið um verðið, áður er þér festið kaup annarstaðar, og þér munuð komast að raun um, að það er hvergi betra að verxla, en í Verzlun Sigf. H. Þorstemssonar. Hjá J. 1>. fsest: Tjara, fernis, smurolia. — Bátasaumur, blokkir, kaðlar, segldúk- ur. — Virstrengir, vélreimar, kompásar, logg. — Axir, sagir, hefd- tannir, sporjárn, borar, sveifar, járn-sagir. — Allar málara-vörur, All- ar teg. króka og lása á skip. Skrúflyklar, skrár, lamir, járnkallar, hjökkur, skóflur, tré og gúmístígvél. — Prímusar,luktir, lampaglös. — Kerti, sleggjur, blý og látúnsplötur. Smíðaáhöld. Beykisáhöld. Efni i lóðir, og lóðartaumagarn. — Stofuhurða-handföng. Beygi- tangir, þjalir, litur, brons, gólfmottur, tvistur og teppi. Fægi-lögur, sandpappír og léreft. — Hakkavélar sem mylja harðfisk og m. m. fl. G-óð vara! Hátt verð! Jón A. Þórólfsson.

x

Jólatíðindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólatíðindin
https://timarit.is/publication/475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.