Jólatíðindin - 24.12.1922, Blaðsíða 5

Jólatíðindin - 24.12.1922, Blaðsíða 5
J ó L A TÍÐINDIN Desmerber 1923 DAGSBRUN Allir, sem vílja fá mikið fyrir litla peninga, ættu að kaupa Jólavarninéinn í VERSLUNINNI DAGSBRÚN flfsláffup 15 flf5lálfup 20°|o SKULI K. EIRIKSSON =—a ÚRSMIflUR OG SKARTGRIPASAL9 = Geri hér með kunnugt að eg, eins og að undanförnu, hefl best, stærst og ódýrast úrval af JÚLAGJÖFU og til að sýna, að það er ekki tómt skrum, skal hér bent á sumt sem fólk yfirleitt kannast hest við, til dæmis: ~t: 14 daga Salonúr á 85,00, með Bing-Bam elagi á 90,00 — 14 daga Regulatorar áx50,00 — Karlmanns-úr í nikkelkassa með 15 steinum á 35,00 og í skrúfuðnm nikkelkassa á 45,00 — Silfur-Dömuúr frá. 25,00 — Gull Dömuúr 90,00 — Gull-Dömu-armbandsúr 15 steina á 160,00 o. fl.. — Blýantar á 8,00 — Signet frá 3,50 — Papplrshnífar úr silfri 8,00 — Frakkaskildir frá 3,50 — Pedsfestar 3,00 til 35,00 — Peds frá 2,00 — Herra-úrfestar ameríkanst doble frá 8,00 o. m. fl. sem ekki verður pláss til að telja upp. Sömuleiðis er þar til Plettvara kafflstoll o. fl. þess liáttar. Ýmsir gull- og silfur-munir sem fólk ætti að athuga verð á og gæði til samanburð- ar við aðra staði, og niðurstaðan mun verða sú sama og fyr, að ódýrast og best er AÐ VEBSLA VID SKÚLAI Og þrátt fyrir þetta lága verð gef eg j ó 1 a-a f s 1 á 11 góðum viðskiftamönnum :............ , _ eftir samkomulagi. - Gleðileg jól og goit nýjár! þökk fyrir viðskiftin á þeim liðnu árum. SKÚLI K. SKÚLASON. Verslun Andreu Filippusdóttur hefir nú ýmsar góðar vörur, sem seldar eru með sanngjöniu verði, svo sem: Gardínutau, Tvisttau, Bommesie, Flonel, Morgunkjólatau, Millifóður, Lífstykki, Skúfasilki, Telpukápur, Axlabönd. Nærfatnaður, kvenna og karla. Káputau og m. fl. Athugið verð og gæði, áður en þér festið kaup annarstaðar! Bóka- og r i tf a n g a ve r s I u n Jónasar Tómassonar ísafirði hefir marga góða muni hentuga til jólagjafa. En besta jólagjöfin er C3-Ó3Ð BÓ3EC. JÚLAVINDLARNllEl: La Traviata, Fönix, Bonarosa, Gloria Munde, Lueky Charm o. fl. o. fl., fást hjá LOPTI GUNNARSSYNI. Jón A. Þórólfsson í s a f i r ð i hefir fjölbreytt smíðaáhöld. Skótau á konur og karlmenn og börn. Silfur- og gullbrons. Skipslugtir, sem altaf lifir á. Alfatnaðir handa fullorðnum, kr. 36.00. Málning, allir litir. . Olía. Karbítur. Saumur. Skrár. Lamir. Sjóklæði. Stígvél. Verðið er lágt! --- Varan er góð! Verslunin „BJÖRNINN“ fsafirði selur nú fyrir jólin alla skóvöru með miklum afslætti og allar nauðsynjavörur með lægsta verði. gjjgT Koxnið í „Björnmn“ fýrir jólin. I*ar eru kaupin hagkvæmust. innrömmun og alt sem að trésmíði lýtur, ódýrast hjá ÓXjJLn’SS’Z’lTX. T ’ T [ Jólakvöld á skipsfjöl. ^ k - Æ Kaupfarið er á hraðri siglingu. Vélinni veitist ekki erfitt að knýja þetta átta þúsund smálesta ferlíki áfram. Reglubundinn gangur hennar heyr- ist mjög greinilega upp á þilfarið. Alstaðar er ann- ríki. Hásetarnir eru í óða önn að þvo skipið, hátt og lágt. Yfirmennirnir ganga um hljóðir og brosandi, og líta eftir öllu. það er verið að búa alt sem best undir jólahátíðina. Skipstjórinn, sem er Norðmað- ur og fyrirmyndar farmaður, vill að jólahátíðin sé haldin hátíðleg svo sem föng best eru til,þrátt fyrir það, að skipið er úti á reginhafi og í miðju hita- beltinu. Hér er fátt það í ríki náttúrunnar, sem einkenn- ir þetta hátíðahald á Norðurlöndum. Hér er eng- inn snjór, ekkert jólatré, enginn glaðvær barna- fögnuður og engin klukknahringing, en hér er af- skaplegur hiti, um 120 stig á Fahrenheit. Eftir fimm mínútna dvöl niðri í mokstrarrúminu, koma kolamokararnir upp á þilfarið, löðrandi sveittir, til þess að fár örlítið af hreinu lofti í lungun og kæla sig í andvaranum, þegar kvölda tekur. Ilá- setarnir, sem eru að þvo og hreinsa skipið, eru mjög glaðir í bragði og ánægðir með hlutverk sitt; það er þó dálítið þægilegra að vera að fást við blessaðan sjóinn allan daginn, en að kúra niðri við gufukatlana við kolamokstur. Áður en lagt var á stað frá Buenos Aires, keypti skipstjórinn tvö lifandi svín, hvítt og svart, sem átti að sláti'a fyrir hátíðina. þeir voru að stytta sér stundirnar, hásetarnir, með allskonar gáska og gamanræðum, og voru þeir að metast á um það, hver myndi verða fyrir því happi að fá að borða kjötið af svarta svíninu. „Við sótararnir“ verðum eflaust fyrir því, sögðu kolamokaramir, og það virtust menn yfirleitt geta sætt sig við. Auðvitað vakti þetta almennan hlátur og kátínu. — En hátíðin nálgast óðum. Alt er orðið hreint og fágað. Timburmaöurinn er búinn að slátra svínun- um. Matsveinninn hefir fengið þau til meðferð- ar, og gefst honum hér gott tækifæri til þess að sýna kunnáttu sína og list í matargerðinni.--- þegar á daginn líður, fellur alt í dúnalogn. Ann- ríkið er um garð gengið. Störfunum er alstaðar lok- ið að fullu, og skipverjar koma saman í smáhópa á þilfarinu, og stinga saman nefjum. Jólahelgin er komin. Endurminningarnar um önnur jólakvöld, sem voru haldin á ýmsum stöðum, á landi og sjó, vakna hjá mönnum. Hljóðir og alvarlegir talast menn við um liðnar stundir. það er auðfundið á öllu, að helgi endurminninganna hefir samstilt hjörtun, til sameiginlegrar lotningar og helgihalds. En hver er á ferð? það er sjálfur skipstjórinn. Djarflega og góðmannlega andlitið hans lýsir inni- legri gleði og hjartafrið. Hann kveður alla glað- lega og kurteislega, og óskar öllum gleðilegra jóla. Lítill, grannvaxinn, fjörugur háseti hefir orð fyrir hásetum og ávai'par skipstjóra með hlýj- um þakkarorðum, og árnar honum allra heilla og góðrar og gleðilegrar jólahátíðar. Á kistu í hásetaklefanum situr ungur háseti og leikur á „guitar“, og syngur jólasálma. það er Iijálpræðishermaðurinn, sem er farinn að „halda jólin“. Söngurinn drengur smátt og smátt alla inn í klefann. Menn taka undir og syngja, sjáanlega hrærðir, fögru jólasöngvana. Svo les Hjálpræðis- hermaðurinn jólaguðspjallið, og allir hlusta hljóð- ir og lotningarfullir á boðskapinn um kærleika Guðs til mannanna. Og enn þá er sungið.-------- Nú kemst hreyfing á allan hópinn, því búið er að bera jólamatinn á borð, og menn skipast um- hverfis það. „Tjarneyjar-matsveinninn býr til ágætan mat“, verður gildum, sænskum háseta að orði. Honum fellur auðsjáanlega vel við það, sem fram er reitt: Flesksteik, hrísgrjónagrautur og sveskjumauk. Meðan setið er undir borðum, skeð ur óvæntur atburður. Frá konu skipstjórans, sem er með skipinu, kemur dálítil jólagjöf handa hverj- um skipverja.-------- þegar menn eru mettir orðnir, er farið að segja sögur. það hefir svo margt á dagana drifið. Sum- ir hafa lent í skipreika, og það á sjálfa jólanótt ina. Aðrir hafa oi’ðið að heyja harða bai'áttu fyrir lífinu svo sólarhringum skifti, allslausir á bát- garmi eða fleka, þangað til björgunin kom. Einn hafði verið á skemtilegri sjómannahátíð í Mel- bourne í Ástralíu síðastliðin jól o. s. frv. Samræðurnar eru nú orðnar fjörugar og talsvert háværar, því hér skorti ekkert, hvorki vínföng né annað. Ýmsir láta það í ljósi, að á „sjálft jólakvöld' ið“ v e r ð i Hjálpræðishermaðurinn að vera með og drekka eins og hinir; „eitt glas“ gæti þó ekki gert tjón! En hann yfirgefur dapur í bragði hinn há- væra hóp. það er alls ekki erfitt fyrir hann að af- neita glaumi og víni. Honum fellur betur einver- an. — Inni í borðsalnum fer háreystin og gásk- inn vaxandi hröðum fetum. Nú eru það ekki leng- ur jólasálmar, sem sungnir eru. Blóðið er stigið hinum hugdjörfu sjómönnum til höfuðsins. — En hvar er Hjálpræðishermaðurinn? Hann er inni í há- setaklefanum bakborðs megin. þar liggur ungur maður, þjáður af hitaveiki. Við rekkju hans hljóma líka fögru jólasálmarnir, og jólaguðspjallið hefir ekki verið lesið hér til ónýtis; stóru, höfgu tárin, sem streyma niður eftir kinnum hins sjúka manns, bera þess ljósan vott. Ef til vill á hann guðhrædda móður heima, sem hann hafði gleymt, þar til hann heyrði boðskap englanna, um fæðingu Frelsarans, jólaguðspjallinu? Eða er það þráin eftir bernsku- heimilinu, sem er vöknuð í hjarta hans? Viðkvæm- ustu strengirnir í brjósti hans eru auðsæilega snortnir.----- það er þegar orðið aldimt af nóttu. Við miðjarð- arlínuna dettur myrkrið á alt í einu, straks og sól- in er gengin til viðar. Glaðværðin í samsætisklef- anum heldur áfram. Hver hláturshviðan rekur aðra. Sjómennirnir gera sér glaða stund, — á sína vísu. En úti á þilfarinu, úti í næturkyrðinni, er ungur sjómaður einn á ferð. Alt er þar svo undur hljótt. Hafið er kyrt, og spegilsléttur sjórinn glitr- ar í öllum litum regnbogans fyrir kinnungum skips- ins. Stjörnurnar tindra á dimmblárri festingu him- insins. Náttúran talar sínu þöglamáli. Miljónir manna færa Frelsara heimsins þakklæti sitt, þessa jólanótt. Og hér frá þilfari kaupskips- ins heyrast líka þakkarorð. Ungi sjómaðurinn, sem er þar einn á ferð, er að syngja gamlan jólasálm. Ef vel er hlustað, má greina orðin, þrátt fyrir drykkjulæti og hávaða hásetanna: „Syngið með gleðirödd Guði dýrð, heims þjóðir allar. Guð sig vorn föður, hans sonur vorn bróður sig kallar. Fi'iður á jörð fluttur er syndugri hjörð, lofið Guð, lýðtungur snjallar“. ^ ý ± ±C. 'V r\r y\r\ ;i ± r)r Sr Sr r\r r\r r\r r.l£ ■"* SÍíLZZtSZtS&.SftlXtZÍ'iííZr 4- Oott til eftirlore-ytxAi ?3ý --- Hinn nýlátni forseti Bandarikjanna, Warren G. Harding, einhver mesti ágætismaður, sem uppi hefir verið á siðari árum, var um langt skeið ritstjóri blaðs- ins „The Moming Star“. þegar hann lét af ritstjórnar- störfum, eftir 40 ára stjórn, sendi hann ritnefnd blaðs- ins opið hréf, og lét þar i ljós þær óskir sínar, að fylgt yrði framvegis þeim höfuðlínum og hugsjónum, sem hann hafði látið stjórnast af, sína löngu ritstjórnartíð. í sambandi við þetta gaf hann nokkur góð ráð og bend- ingar, sem hann hvatti hina nýju ritstjóm blaðsins til að fylgja. Hér fara á eftir nokkrar þeirra: Munið ávalt, að hvert mál hefir tvær hliðar. Sýrið þær báðar. Verið samkvæmir sannleikanum. Haldið yður við staðreyndir. það er ekki unt að kom- ast hjá misgáningi, en keppið eftir nákvæmni. Eg vil miklu fremur heyra eina sanna sögu, en hundrað, sem eru hálfur sannleikur. Verið siðlátir í rithætti og heiðarlegir í bardagan- um, og eðallundaðir. Lyftið upp, sláið ekki til jarðar. það býr eitthvað gott með öllum. Iíallið á það góða, og særið ekki til finningar annara að þarflausu. þegar þér skrifið fréttir frá pólitískum fundi, þá vílcið ekki rá staðreynd. Segið rétt eins og er, en ekkt eins og þér sjálfir liefðuð kosið að það hefði verið. Farið eins með alla málsparta. Ef þér skrifið um stjórnmái, þá gerið það í höfuðgreinum blaðsins. Gætið þess, að fara virðulegum orðum um trúar- leg efni. Sé það á nokkurn hátt mögulegt, þá skrifið aldrei um þá glæpi eða aðra óliamingju og ógæfu, sem gætu orðið þess valdandi, að gera saklausum mönnum, kon- um eða börnum, minkunn og hjartasorg. Látið ekki þurfa að biðja yður um slíkt; gerið það af frjálsum og fúsum vilja, — ótilkvaddir. En umfram alt: Verið hreinlegir í orðum. Leyfið aldrei óhreinu orði eða vafasamri sögusögn rúm i blaðinu. Eg óska, að þetta blað verði skrifað á þann hátt, að það geti komið á hvert heimili, án þess að spilla sak- leysi nokkurs barns.---------

x

Jólatíðindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólatíðindin
https://timarit.is/publication/475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.