Jólatíðindin - 24.12.1922, Blaðsíða 6

Jólatíðindin - 24.12.1922, Blaðsíða 6
Desember 1923 JÓLATlÐINDIN 3 hefir komið út, að halda því úti þrátt fyrir örðugleikana, sem orðið hafa á vegi þess. það er útgef. mikið gleðiefni, að hann færðist það í fang að stofna til útgáfu þess, því viðleitnin hefir ekki verið með óllu. árangurslaus. það hefir hann séð koma skýrt fram við mörg tækifæri. Loks vildi útgef. leyfa sér að koma fram með þau tilmæli til þeirra, er hafa verið í samvinnu við hann um þetta, eða hafa áþekk störf með höndum, að þeir hafi það hugfast, að sjálfur Kristur hefir gefið öllum þeim, sem honum vilja þóknast og líkjast í miskunnsemi, eitthvert hið fegursta fyrirheiti, sem til er: „Og hver, sem gefur ein- um þessara smælingja svaladrykk einungis af því, að hann er læri- sveinn, sannlega segi ég yður: hann mun alls ekki fara á mis við laun sín“. Og: „Hver, sem tekur á móti yður, tekur á móti mér, og hver, sem tekur á móti mér, tekur á móti þeim, er sendi • *iái£ það þarf vissulega ekki að byggjast á síngimi, að setja sér það báleita markmið að keppa eftir því, að öðlast þá verðleika, sem fremstir eru taldir af sjálfum höfundi sannleikans og þeirrar andans göfgi, sem háleitust er og guðdómlegust. — Að svo mæltu leyfir útgef. sér að flytja yður öllum, góðir lesend- ur, bestu óskir um góða og gleðilega jólahátíð og um sanna hagsæld og blessun á nýja árinu. Gefi Guð, að alt mætti snúast yður til góðs, og það er yður að mestu leyti í sjálfsvald sett, því: Alt verður þeim til góðs, sem Guð elska. Oddur ólafsson. „Viljið þér gera svo vei og geía á þennan söfnunarlista, tii fata- kaupa lianua fátækum börnum ?" þaö var i emu af stærri kaííihúsum höiuðstaðarins, aö þessi orð voru töiuö. llng stuika i emkennisbunmgi rijáipræöishersins, gekk x'rá boröi tii borös i veitingastoíunni og sýncb gestunum samskota- hstann, sem hun var meö. ilun endurtók stoöugt fyrneincla spurningu. bumir gálu á iistann, en aðrir ekki. — ViÖ eitt borðiö sátu tvær mið- aidra konur. þegar iistmn kom aö þexm, sagði önnur þeirra: „Við höf- um sjálfar innsöfnun með höndum. Viö erum meöiimir í iéiagi, sem geíur 50 fátækum börnum íöt iyilr jóim. iiversu mörg börn ætiar iljáipræöisherinn aö kiæðaT' „Fjögur hundruð", svaraði stúikan giaðlega. „Fjögur hundruð! — Fig verð að játa, aö það er mikió; en þið eruö nú iika svo dugieg aö betla í Hjáipræöishernum“. Veikur roöi færöist fram í kmnar ungu stúikunnar. „Viö betium ekki, fru", sagði hún; „viö gerum nákvæmiega þaö sama og þér, — viö söfnum inn; en við erum eí til viii kostgæínari í viöleitni okkar, y ví viö látum okkur það mikiu skií'ta, aö sem aiira fiestum verði hjálpað“. Ung stúlka, sem sat við næsta boro, leit upp írá dagblaðinu, sem iiún var að lesa. Tiilit hennar lýsti aðdáun og virðingu fyrir lunni ungu, fórníusu stúlku, og þegar hún lagöi listami á borðið hjá henni, þá gaf hún 50 ki'ónur. Augu stúlkunnar ljómuóu af gleði yfir þessari rausnarlegu g'jöf. „Viljið þér ekki skrifa naínið yðar á list- ann, ungfrú ?“ spurði hún. „þess þarf ekki“, svaraði hún, „setjið þér bara ónefndur“. — „Já, eg skil yður, G u ð s é r þ a ð, og hann mun vissulega iauna þetta ríkulega. — Guð blessi yður“, sagði hun, og gekk út úr veitingastoí- unni. Ungfrúin sat eítir og hugsaði um orð stúlkunnar: „Guð sér þaó!“ — Var þetta þess eðlis, að Guð skiíti sér aí' því? Hún hafði alls ekkert hugsað um Guð, þegar hún gaf þessar 50 krónur. það voru fátæku börnin, sem á þeirri stundu höíðu ráöið yí'ir huga henn- ar, samíara djúpri lotningu íyrir hinni duglegu og hugdjörfu stúlku, sem af frjálsum vilja og með fúsu geði gekk erindi hjálpsemixmar og þoldi háð og í'yrirlitningu, svo hægt yrði að bæta kjör hinna bág- stöddu. En svo vöknuðu þessi orð ritningarinnar eins og ósjálfrátt í huga hennar: „það, sem þér gerið einum af mínum minstu bræðr- um, það gerið þér mér“. það var sem heitur straumur færi um hana alla. Hvað gat þetta verið? Var það óskin um blessun Guðs, sem liafði snert sál hennar? „Guð“, hvíslaði hún, „ef þetta er að gera eitthvað íyrir einn af smælingjunum þínum, þá veit eg, að þú sérð það“. Hún vaknaði upp af þessum hugleiðingum við það, að nafn hexm- ar var nefnt. það voru konurnar, sem fyr er getið. „Frú Mörk vildi ekki gefa neitt á söfnunarlistann miim“, sagði öxmur þeirra. „Hún sagði, að það væru aðrir, sem hún þyrfti að hjálpa, en því trúi eg nú ekki. Hvað segið þér, frú Hansen?“ hélt hún áfram. „Eg held, að frú Mörk sé nísk. Ef hún væri það ekki, þá væri engin ástæða fyrir hana að sitja frá morgni til kvölds og sauma fyrir aðra. Hún erfði þó nokkuð eftir manninn sinn, og auk þess hefir einkadóttir hennar ágæt laun, svo þær ættu að geta komist sómasam- lega af án þess. Eg þekki ekki dóttur hennar, en eg hefi heyrt, að hún bærist töluvert á“. Ungfrú Mörk laut mjög yfir blaðið, sem hún var að lesa. það var rnóðir hennar, sem þær voru að tala um. það var móðir hennar, sem þær kölluðu níska. þessi ummæli særðu hjarta hennar; og það, sem særði hana mest, var þetta, að móðir hennar saumaði fyrir fólk vegna nísku. Hversu oft höfðu ekki vinir hennar talað um þetta sama; og seinast í gærkvöldi hafði unnusti hennar sagt, að hann fyrirverði sig fyrir það, og hann hafði spurt hana, hvort það væri nú svo í raun og veru, að þær kæmust ekki af án þess, og ef svo væri, þá gæti hann bjálpað þeim. Til hvers ætli mamma noti peningana? Ekki lifðu þær í því óhófi, að þær gætu ekki komist af með það, sem hún lagði til beimilisins, — og svo höfðu þær erft talsvert eftir föður hennar. Ungfrú Mörk stóð á fætur, borgaði fyrir sig og gekk út. Hún hafði ætlað sér að fara til unnusta síns, en nú breycti hún um áform, og gekk einsömul langa leið áður en hún fór heim. Móðir hennar sat við saumavélina, þegar hún kom heim um kvöldið. Útlit hennar var mjög þreytulegt. „Eg bjóst ekki við þér svona snemma, elskan mín“, sagði frú Mörk, „en nú skal eg leggja frá mér saumana og búa til mat handa okkur, svo skulum við gera okkur glaða stund hér heima í kvöld“. þegar þser mæðgur sátu við kvöldverðinn nokkru síðar, sagði ungfrú Mörk: „Mamma, það voru tvær frúr í kaffihúsinu í dag að tala um þig. þær sögðu, að þú værir nísk. önnur þeirra hafði leitað m Isafirði hefir nú með síðustu skipum, til við- bótar við þær miklu birgðir sem fyrir voru, fengið mikið af alskonar álnavöru og fatnaði sem selst með hinu alkunna lága verði. Auk þess verður frá 10. (les. til jóla gef- inn 10°/o afsláttur af sem næst öllum vörum. N Allir sem til þekkja kaupa i Soffíubúð IfE Því þar er úrvalíð mesí o g verðíð best, samskota hjá þér, til þess að kaupa fyrir föt handa íatækum börn- um, núna fyrir jólin. Eg gaf Hjálpræðxshernum 50 krónur á inn- söfnunarlista, í sama tilgangi, en eí' eg heföi vitað það, að þ ú h a f ð i r e k k e r t t i 1 a ð g e f' a, þá hefði verið betra að þú hefð- ix íengið þessar 50 krónur til að gefa á lista frúarinnar“. „Hvers vegna það, barnið gott?“ sagði frú Mörk brosandi. „þá hefðu þær ekki sagt að þú værir nísk, og þá“ — ungfrú Mörk fór að gráta — „þá hefðu þær ekki haft orð á því, að þú saum- aðir íyrir fólk, og að dóttir þín bærist svo mikiö á, að þú kæmist ekki af á annan hátt en leggja svona mikiö á þig við saumana“. Frú Mörk roðnaði við þessi orð. Hún horfði á dóttur sína grátandi: „þetta tekur mig sárt þín vegna“, sagði hún, „en eg get ekki breytt oðruvísi. Við komumst ágætlega af án þeirra peninga, sem eg fæ í saumalaun, svo —“. „En hvers vegna ertu þá að sauma, mamma?“ tók dóttirin fram t fyrir henni. „Leyfðu mér að komast hjá því að svara þessu, barnið mitt. Láttu þér nægja það, að eg íullvissa þig um, að engu er eytt til oþarfa“. — „Lofaðu mér að vita, hverjum þú hjálpar, mamma, og svo vil eg segja þeim það, sem segja að þú sért nísk“. — „Mikið biessað barn ertu“, sagði frú Mörk; „vilt þú segja öllum frá því, sem þú gerir fyrir aðra, t. d. unnustann þinn? Eg held ekki. Ætti eg þá að segja írá öllu því, sem eg ef til vill get gert fyrir frelsara minn og besta vin hér á jörðu? Nei, bai'nið mitt, mér er nóg, að Guð veit það“. Ungfrú Mörk lá lengi vakandi í'ram ef'tir nóttunni og hugsaði um samræðuna við móður sína. Að móðir hennar skyldi ekki reið- ast þeirri ásökun, að hún væri nísk! En Guðs orð segir: „Sælir eruð þér, þá er menn atyrða yóui' og ofsækja og tala ljúgandi alt ilt um yður mín vegna“. Móðir hennar var alveg ánægð með. þáð, a ð b e s t i vinurinn hennar skildi hina, og henni nægði, að honum var kunnugt um alt viðvíkj andi henni. Ung- frú Mörk bað til Jesú og sagði: „Kæri Jesús, breyttu hjarta mínu, svo að eg verði eins og móðir mín, glöð og' ánægð, þótt eg eigi einskis samhygð, nema þína“. pað var á porláksmessukvöld. Ungfrú Mörk hafði verið úti í út- hverfi bæjarins að heimsækja konu þá, sem gerði hreina skrifstof- una, er hún vann á, sem nú lá veik í rúminu. Konan hafði orðið svo glöð yfir heimsókninni, og þá sérstaklega yfir 100 krónu seðlinum, sem ungfrú Mörk færði henni að gjöf frá starfsfólkinu á skrifstof- unni. Ungfrú Mörk átti eftir að kaupa ýmislegt áður en búðunum yrði lokað, en svo ætlaði hún heim. I einni hliðargötu kom hún auga á móður sína, sem bar tvo stóra böggla. — Hvert ætli mamma sé að fara? Hún átti enga kunningja í þessum hluta bæjarins. Alt í einu datt henni 1 hug, að nú gæti hún fengið að vita, til hvers móð- ir hennar notaði saumalaunin sín. Hún hægði á sér og lét móður sína komast hæfilega langt á undan, en þó ekki lengra en svo, að hún gat altaf séð hvað henni leið. Frú Mörk staðnæmdist framan við tvílyft timburhús og hringdi dyrabjöllunni. pað var straks lokið upp og hún hvarf inn í húsið. Ungfrú Mörk staðnæmdist við hús- liorn þar nálægt og beið hennar. Eftir stundarkom kom frú Mörk út aftur, en nú vantaði báða bögglana, sem hún hafði meðferðis, er hún fór inn í húsið. pegar hún var komin í dálitla fjarlægð, gekk ungfrú Mörk heim að húsinu. Á hlið þess stóð með stórum stöfum: „S.... gamalmennaheimili“. Hún hringdi dyrabjöllunni, og lauk ein „systirin“ upp fyrir henni. „Fyrirgefið þér“, sagði ungfrú Mörk; „konan, sem var hérna rétt áðan, er móðir mín, og langar mig til þess að fá að vita, hvert erindi hennar var hingað“. „Einmitt það, svo þér eruð ungfrú Mörk“, sagði „systirin“. „Móðir yðar hefir oft talað um yður. Ó, hvað þér megið vera Guði þakklátar fyrir svo góða móður, sem þér eigið“. „Já, það er satt“, sagði ungfrú Mörk, „en þó held eg, að eg hafi misskilið hana og ekki til fullnustu séð, hversu góð hún er í raun og veru“. Svo sagði hún „sytsurinni“ frá öllu, eins og það var; sagði henni frá atvikinu í kaffihúsinu og því, sem gerst hafði til þessa Kvöids, þegar iiún, aí tilviljun, varð vör við í'erð móður sinnar. peg- ai hun halöi létt þessari byrði af hjai'ta sínu, sagði „systirm": „nig veit eKkx, hvort móöir yðar viidi ieyfa mér að sýna yöur inm- haid böggianna. Eg hefi ioiaö lienm að þegja ýíir því, sem hún ger- rr; en tii þess .að þér getið séð, hvað kærieiksrikt hjarta .getur gert íyrir Freisara snm, þa komiö meö xner hérna inn í herbergiö". A boröinu i herberginu lá stór hrúga af nýjum og góðum næríatnaði. „iiér eru 15 gamalmenm", sagði „systirin", „sem jmóðir yðar hefir rm í tiu ár geíiö nýjan næríatnaö íyrir jóiin. Ekkert gamaimenn- anna veit hver hún er. Ekkert þeirra hefir persónulega getað vottað benm þakklæti sitt; en hin þakklátssömu hjörtu þeirra hafa, með iyrirbænum sínum, kaliað blessun Drottins yfir hana“. Stór tár runnu niöur kinnarnar á ungfrú Mörk. Hún strauk íöt- in variega, hver saumur var hexmi svo dýrmætur, þegar hún hugs- aði um iórnfýsi móður sinnar. Hún leit í'raman í „systurina“ og sagði: „Eg held, að eg hafi nú samt sem áður ekki verið Guði nógu pakklát íyrii' þá góðu móðui', sem hann hefir geíið mér. pökk fyrir, „systir“, að þér í kvöld hafið opnað augu mín fyrir því. Verið þér sælar og gleðileg jól!“ pegar ungfrú Mörk kom heim, var kvöldverðurinn tilbúinn og rnóðir hennar beið hennar, brosandi að vanda. pó var sérstakur ljómi í augum hennar, — ljómi, er þeir einir eiga, sem eru sér þess meövitandi að hafa gert eitthvert góðverk, án þess að öðrum sé þaö kunnugt. pegar ungfrú Mörk var komin úr utanyfirfötunum og átti að setjast aö borðmu, gekk hún til móðui' sinnar, vafði hana órmum og sagði grátandi: „Mamma, elsku mamma, fyrirgefðu mér að eg hefi sært þig. Eg hefi íundið aö því, að þú saumaðir fyrir aðra. Nú veit eg, að þú heíir saumað ár eftir ár til þess að geta gefiö fátækum gamalmennum nærfatnað“. Svo sagði hún henni frá heimsókn sinni á gamalmennaheimilinu. „Nu skalt þú ekki framar þurfa að sauma ein, mamma mín, því nú skal eg hjálpa þér til þess ac' klæða þessi gamalmenni“. Frú Mörk brosti gegnum tárin: „Nei, barnið mitt, það get eg ekki gert“, sagði hún, „því það er hin persónulega fórn, semveitirmestablessun. Meðan eg get, vil eg halda þessu áfram. Ef þú heíir nokkuð að gefa, þá munt þú finna þá, sem þess þarfnast. Og vilt þú nú,. barnið mitt“, bætti hún við, „vera mildari í dómum þínum um aðra? Hvað þekkja mennimir eiginlega hver til annars ? — pað er í raun og veru mjög lítið. En G u ð s é r a 11, sem við gerum“. Ungfrú Mörk þrýsti heitum kossi á enni móður sinnar og sagði: „Pú ert sú besta móðir, sem er til“. 'V-lá? <%? 933 ^ +* JOL AL JOÐIN. m *í\ _li ■ # Óaflátanlega veltur hjól tímans. Kynslóðir koma og fara, fæð- ast og deyja. Með miklum erfiðismunum starfar hinn síleitandi hug- ur mannanna, og íinnur ekki ró. Smátt og smátt mótast nýjar braut- ir i óþekta landinu, ónumda, fyrir elju og viskuþrá sannleiksleit- andi sálna. 1 djúpi manniíísins ólgar og sýður; þar eiga heima mörg óbund- m öfl, svo gerólík sem framast má. Við og við rekur ófreskja, sem öfundssýki heitir, höfuðuð upp úr hringiðunni og gnístir tönnum. Á „hæstu hæðum“ nötra undirstöðurnar af átökunum í undirdjúpun- um, og yfirborð jarðar er sýkt af illum þef allskonar sprengiefna og blóðs.-- pá berast um hinn þjáða heim tónarnir af gömium söngljóð- um: „Jólaljóðunum". Og sjáið! — hið síkvika, órólega hugar- ílug maruisandans stöðvast íáein augnablik í sinni gömlu rás. Vís- indin leggja höggvopn sitt til hliðar, og kjálkarnir á ófreskju öfund- sýkinnar verða máttvana, á hæðunum er kyrð og öruggleiki, því engill friðarins breiðir sína drifhvítu og fögru vængi yfir ginnungagap hatursins.- Ó, ef mönnunum gæti skilist, að þessi gömlu ljóð bera með sér þá blessun, sem getur leyst öll vandamál. pv‘í þetta eru Ijóðin um hinn ódauðlega og eilífa kærleika. Getur nokkur komið með þá ráðgátu, sem h a n n getur ekki leyst ? Er nokkuð svo ilt, að það víki ekki af leið fyrir honum? purfum vér að reika í ráðleysi, án leiðsögumanns, er vér eigum kost á leiðsögu hans? Dásamlegu jólaljóð! Ljóðin um barnið fátæka í jöt- unni, sem hefir gert heiminn svo ósegjanlega ríkann. Syngið þau þar til þau lifa 1 hjörtunum, þá munu ófreskjurnar hopa á hæi, því þettaeruljóðinumhinnheilaga,ævarandafrið, — hjartafriðinn. Syngið þau svo heimurinn heyri þau, þá mun hatrið deyja; því þetta eru ljóðin um það, að vér erum all- i r b r æ ð u r. Syngið þau, svo þau endurómi í samvisku hins sjúka, seka manns, og friðurinn, sem mannlegum skilningi er ofvaxinn, mun gagntaka hjörtun, því þetta er söngurinn um fyr- irgefningu og náð. Syngið þessi guðdómlegu ljóð, svo þau heyrist út yfir brotsjóana, til þeirra, sem heyja hörðu baráttuna við náttúruöflin, þá munu öldur hafsins láta hvílast °S lægjast; því þetta eru 1 j ó ð i n um föðurinn, sem vakir yfi’r öil- u’m. Já, syngið þessi gömlu, góðu jólaljóð, sem sigra alla sorg, og kvíða; þá mun vonarstjarnan skína skærast; þvíþettaeruljóð- in um sæluheimkynni ódauðlegra sálna. Gömlu, góðu jólaljóð! Fögru unaðsljóð! Eg hefi tekið ástfóstri við ykkur, framar öðr- um ljóðum! Berist þið og hljómið, í gleði og sorg, um heimkynni mannanna! Og, eins og þið forðum hljómuðuð fyrir eyrum mínum og íylgduð mér inn í draumalandið fagra, þegar ég hvíldi sem lítið bam í örmum móður minnar, eins bið ég, að þið hljómið í sálu minni, þegar degi hallar, og fylgið mér til náða í hinsta sinni.- „Ljá mér, fá mér litlafingur þinn, ljúfa smábarn; hvar er frelsarinn? Fyrir hálmstrá herrans jötu frá hendi’ eg öllu: lofti, jörðu, sjá. Lát mig horfa’ á litlu kertin þín: Ljósin gömlu sé ég þarna mín! Ég er aftur jólaborðin við, ég á enn minn gamla sálarfrið!“ (M. J.)

x

Jólatíðindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólatíðindin
https://timarit.is/publication/475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.