Jólatíðindin - 24.12.1927, Blaðsíða 1

Jólatíðindin - 24.12.1927, Blaðsíða 1
Tíntinn er fullnaður, Guðs | ríki er nálægt; gjörið iðrun | og trúið fagnaðarboðskapn- | um. Mark. 1. 15. i | Öllum sent tóku við hon- | um, gaf hann rétt til að verða 1 Guðs börn: Þeim sem trúa i á nafn hans. Jóh. 1. 12. JOLATIÐINDIN 13. ARGANGUR. ÍSAFJÖRÐUR í DESEMBER 1927. UPPLAG: 1200. STjARNA JESÚ EFTIR GENERAL BRAMWELL BOOTH. Á lífshimni sérhvers ntanns upprenna stjörnur í heilögum tilgangi, en það eru aðeins „vitringarnir“ setn fylgja þeim, þeir standa upp og grípa tækifærið og leggja af stað meðan ljósið ljómar og lýsir þeim. Vér skulum nú athuga hvað stjarnan forðum boðaði vitringunum! Stjarnan og himinhvelfingin sagði þeim, að konungur væri einhversstaðar í heiminn borinn, sem verðugur væri undirgefni og kærleika mannssálarinnar. Alt til þessa ltafði speki þeirra (vitringanna) verið af þessurn heimi. Hingað til höfðu þeir leitað þessa heims gleði og veraldarauðs, rannsakað leyndardóma lofts, jarðar og hafs, kappkostað að þóknast sjálf- um sér. Stjarnan krafðist þess, að þeir vísuðu öllu þessu á bug, og leituðu konungs sálnanna. Hvílíkur kærleikur var fólginn í þess- 4 ari köllun! Þessi sama köllun er yður öllum birt fyr eða síðar á lífsleiðinni, — á einhvern hátt. Fjöldi manna, sem tæp- ast voru sér þess meðvitandi að þeir hefðu sál, hafa fundið hana aðeins með því, að gefa köllun sinni gaum. Fjöldi manna týndu sálu sinni, þrátt fyrir ein- lægan ásetning að írelsa hana, aðeins vegna þess, að þeir hlýddu ekki köllun sinni. Stjarnan kallaði vitringana til að játast hinum nýja konungi. Þeir voru aðeins sárfáir, vér vitutn eigi hve marg- ir-, en gamlir sagnaritarar segja að þeir hafi verið tólf. Miljónir manna hafa ef- laust séð söinu stjörnuna, en aðeins þessir tólf tnenn báru djörfung til að leggja af stað að leita hins nýfædda konungs og fylgja honum. Þessi litli hóp- ur! Hvílík flónska og oflátungsháttur hef- ir heimskingjunum fundist þessi ákvörð- un þeirra, eða heiglunum, setn brast þrek til starfa. Þannig er það ættð, og svo hefir það jafnan verið. Guð hefir ætíð kallað sína kjörnu þjóna og hann kallar þá enn í dag, — þig og mig og sérhvern Hjálp- ræðishermann, — sér til aðstoðar, þeg- ar hans dýrmæta nafn er lítilsvirt; og hann ætlast til að þú segir með sann- færingar krafti við vini þína og ættingja, starfsbræður og fjatidrnenn: „Eg trúi á heilagan anda; eg trúi á fyrirgefningu syndanna, eg tilheyri Guði“. Þorir þú að gera það? En sögunni er ekki lokið. Vitringarnir skyldu þýðingu þessa at- burðar. Stjarnan var þeini vonarstjarna og fyrirheita, en umfram alt hvatti hún þá til starfs. Hún Iireifðist í ákveðna átt, þeir urðu að veita henni eftirför, því að annars ltvarf hún sjónum þeirra. Og ltvað þýddi þctta fyrir þá? Að fylgja stjörnunni eítir þýddi það, að yfirgefa land sitt, ætt- ingja og óðul vegna konungsins. Þetta er dýrðlegt dæmi um þá sönnu sjálfsafneitun. Þeir þráðu af hjarta að tilbiðja og þjóna konunginum og þessvegna höfnuðu þeir öllu öðru. Ó, hversu oft hefi cg talað við og fundið til tneð mönn- um, sem gripnir hafa verið af þessari sömu dýr- tnætu, sterku þrá til að þjóna lambinu, en sem ekki höfðu þrek til þess að yfirgefa heimili sitt fyrir Jesú Krist og fagttaðarboðskap hans. Hvílík sjálfs- barátta! Hvílíkar bænir! Hvíiíkt stríð! Og tæki- færið virðist svo dýrðlegt og háleitt til að frelsa sálir þeirra. En jarðhfsfjötrarnir, heimilisþæg- indin, áhættan við að leggja af stað kær- leikstengsiin við þetta eða hitt, óttinn við sjúkdóma og fátækt, við það að alt mis- takist. Alt þetta aftrar og tálrnar, þar til stjarnan er horfin og (ækifærið liðið hjá. Ungi rnaður og kona. Stjarnan þín ljómar enn og kallar þig til ferðar Hún er þegar tekin að færast fjær. Þú leggur af stað og annaðhvortsigrareðatapar! Þor- ir þú að leggja alt í sölurnar fyrir Jesú? Nú átt þú kost á að gefa honum líf þitt, sem gaf sitt eigið líf fyrir þig. Vilt þú verða þeirrar sælu aðnjótandi nú — þesfei jól — í eitt skifti fyrir öll? En nú kemur aðalkjarni málsins, því þegar öllu er á botninn hvolt, þá er þýð- ingarmesta atriðið um stjörnuna þetta: Hvert leiddi hún vitringana? Hún leiddi þá til Jesú. Þeir fundu hann Iiggjandi í jötunni í dýrð hans lítillækkunar. „En“, segir þú, „allir staðir voru jafnir fyrir hann. Gátu þeir ekki alt eins fundið hann í Persíu?“ Nei, vinur ininn, nei! Stjarnan leiddTþá til Betlehem, og til Betlehem urðu þeir að fara. „Get eg þá ekki þjónað Guði heima hjá tnér?“ spyrja eflaust margir Hjálp- ræðishermenn. Eða: „Get eg ekki haft áhrif á sálirnar þar sem eg er?“ segir unga, værukæra stúlkan, sent á við þægileg kjör að búa. Eða: „Get eg ekki öðlast frelsun, þó eg beri ekki einkennisbúning, eða krjúpi við skrifta- borðið, eða án þess að ganga í Hjálp- ræðisheritm? „Spurðu þá sem hafa hlýðnast köllun sinni. Nei, vinur minn, þú mátt ekki fara til hægri, þegar stjarnan þín bendir þér til vinstri. Þegar þú ert kallaður, þá verður þú að hlýða. Og sljarnan setn benti til Betleliem hreifðist stöðugt I áttina til Golgata. Af hæðum iofsöng heyrum vér Á helgri frelsis tíð. Æ, fögnum, því sá fæddur er, Sem fallinn reisir lýð. Rórí Og gegnum ntyrkrið ljómar íjós Og líður sigurhrós, :,: Nú böl er bætt, það barnerfætt, er sár vor getur grætt:,: Æ, fögnum tiú við fæðíng hans, Sem frdsi heimi vann, Hins ljúfa, blíða lausnarans, Sem læknar syndarann. Ó, græð þú aiira manna mein Og myrkri leið þá frá, Og láttu náðarliósin skær Þeim lýsa veg þinn á.

x

Jólatíðindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólatíðindin
https://timarit.is/publication/475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.