Jólatíðindin - 24.12.1931, Page 1

Jólatíðindin - 24.12.1931, Page 1
JÓLATÍÐIN 17. ARGANGUR. ÍSAFJÖRÐUR, í DESEMBER 1931. UPPLAG: 1000. Dyrð sé Guði í upphæðum og iriður á jörðu með þeim mönnum sem hann hefir velþóknun á. Lúkas, 2, 14. JÓl. Hvers vegna höldutn við jól í ölium kristnum löndum? — Hvers vegna syngjum við jóla- sálma og tendrum jólaljósin? — Hvers vegna finst okkur, að við þurfum að vera betri og vingjarn- legri hvort við annað um jólin en endranær? Vegna þess að jólin minna okkur á merkilegan boð- skap, kærleika og gleði. Vart nokkru sinni hefir jafn merkilegur boðskapur farið um jörðina og boðskapur englanna, er þeir fluttu hirðunum frá Betlehem. .Yður er i dag freisari fæddur, sem ér Drottinn Kristur, i borg Davíðs". — Gleðilegri boðskapur hefir og aldrei heyrst en sá, að Guð hafi gefið son sinn mönnun- um til frelsunar, því svo elskaði i Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son, svo að hver sein á hann trúir glatist ekki, heldur hafi éilfft lif. Boð'skapurinn er tnikill og fag- ur, því hann ber hinum æðsta kærleika vitni, eilifum, fullkomn- urn og frelsandi kærleika Guðs á syndurunum. Þeir sem meðtaka þennan kærleika i trú fyllast ó- umræðanlegri gleði, sem vex er áVin líða, og boðskapurinn festir dýpri rætur hjá oss, og nær til fleiri og fleiri. — Þannig getum við á einn sannan og réttan hátt haldið hátiðleg jól, nefnilega með þvf að þakka Guði, eins og hirð- arnir forðum, sem lofuðu Guð og vegsömuðu fyrir alt, sem þeir höfðu séð, og eins og englarnir er þeir sungu: Heiður sé guði I upphæðum, friður á jörðu, velþóknun Guðs meðal manna. Chr. Hansen. —H-ffl— —— Nóttin lielga. — Ojg ékki er hjálpræðið í neinutn löðrum, því að eigi er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða. Post. 4. 12. Alt er eillft líf. — Ennþá líður hljótt yfir hrjáðan heim heilög jólanótt. Loga kertaljós, — Ijómar kotungsbær. Inn í sálarsal svlfur guðdómsblær. Vaka i nótt eg vil, — von og ást og trú helga hjarfa mitt. Hvar er dauðinn nú? Blaktir ljúft og létt ljós á kertisbút, brennur við tninn barm — bráðum deyr það út. Inn í eldinn þess áður vil eg sjá. — Þar eg heilan heim horfi klökkur á. Ótal engla eg sé óðum færast nær. nálgast hljómurhreinn hjarta guðs þar slær Lífsins dýrsta ljóð Ijóssins dýpstu þrá, boð um frelsi og frið flytur hljómur sá. Móður milda eg sé — mig hún nálgast skjótt, blessað barnið sitt ber til mln I nótt. Jesúbarnið blítt brosir Ijúft við mér. — Ástaralda guðs yfir heiminn fer. Barnið brosir við, — bendir mér til sín. Klökk við móðurkné krýpur sála mín. Grætur móðir glöð: „Guð á drenginn minn. Horfðu í augu hans, — hann er bróðir þinn!“ Barnið brosir við, blika augun skær. — Titrar hljómur hreinn, — hjarta guðs þar slær. Mér finst ljós og líf ljóma gegnum alt. — Alt er fult af ást, — ekkert kalt né valt. Jesúbarnsis bros bugar dauða og synd, svo eg hverja sál sé — t góðdómsmynd. Gefur móðir glöð gleðiboðskap sinn hverjum heitni í nótt: Hann er bróðir þinn! Alveg brunnið út er mitt kerti nú. Samt er sála min sæl í von og trú. Englar syngja enn eillf sigurljóð. — Ástareldur fer um mitt hjartablóð. Annað kerti eg á, — á því kveikja vil; blessuð birtan þess ber mig himins til. Brotlegt barn eg er — bið um vernd og skjól. Brostu, bróðir minn, — blessa þú mln jól! Blíða Jesúbarn! Beint I riki þitt láttu lýsa mér litla kertið mitt! Jóhannes úr Kötlum. „Þá vitraðist honum engill Drottins í draumi og sagði: Jósef, sonur Davíðs, óttast þú ekki að taka til þín Maríu heitkonu þína, því að fóstur hennar er af heilögum anda. Og hún mun son ala, og skalt þú kalla nafn hans Jesús, ÞVÍ AÐ HANN MUN FRELSA LÝÐ SINN FRA SYNDUM ÞEI RRA.“ (Matt. 1, 20-21.) Sælir eru þeir, er hafa öðlast þá gáfu, að geta gert sér vini, þvf hún er ein af helstu gjöfum Guðs. Hún felur f sér margt, en það þó mest, að hún gefur þrek til að gleyma sjálfum sér, en sjá og virða hið besta f öðrum. T. H. px einhver maður aflar sér ekki tl nýrra vina I stað þeirra er hverfa, mun hann brátt finna sig einmana. Maður ætti því að hafa vináttubönd sfn undir stöðugu eft- irliti. Dr. Sam. Johnson. „Heims um ból helg eru jól!“ Jóh. 1, 1—5, 14. Jólin eru komin aftur. Sjálfsagt hafið þið hlakkað til þeirra lengi, því að jólin bera af öllum öðrum hátfðum. Um öll kristin lönd eru jólin helgust hátfða. Þegar ótnar klukknanna berast frá þúsundum kirkna á jólanótt, færir hljómurinn gleðina rneð sér; englar hitnins svifa yfir storð og inn í hibýli manna. í næturkyrðinni berast ómar ótal jólasöngva. Verður þá mörgum létt að taka undir, eink- um börnunum. Eða er þér ekki ljúft að syngja á jólahátíðinni? „Gott er að veta barn á jólunum,“ hugsar margur fullorðinn, og fátt man gamalt fólk jafnvel, og jólin í föðurgarði. Mundu það barnið gott, að nú ertu að skapa þér minningar, sem koma oft til þín, þegar þú ert löngu hætt að leika þér að gullunum þfnum á jólun- um. Þess vegna er, meðal annars, svo tnikilvægt, að jólin vor séu kristin jól, að jólagleðin sé við það tengd, að ,orðiö varð hold‘ og tók sér bólfestu meðal jarðarbúa. Það kann að virðast einkennileg samliking hjá postulanum, að kalla Jesúm „orðið“, en ef þið athugið, að hver sá, sem stendur við orð sitt er maður, þá verður það skilj- anlegra. Maðurinrt og orð hans eru óaðskiijanleg. Þegar Jesús segir mönnun- um, að Guð sé þeim eigi lengur reiður, heldur fullur náðar og líknar, þá er Jesús sjálfur náð Guðs, stigin niður af himnum til þess að opinberast okkur. „Vér sáum hans dýrð“, segir Jóhannes postuli um Jesúm. Jólin eru ekki eingöngu til end- urminningar um fæðingu Jesú forðutn I Betlehem. Ef við ætlum að halda kristin jól, þá verðum við að trúa þvi, að Jesús lifi enn þá. Og þess vegna ættum við, á afmælisdaginn hans, að heita Jesú fullutn trúnaði æfilangt, og þá mun hann svara: Sjá, eg gef ykkur gleðileg jól! „Því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn!u Lúkas 2, 11.

x

Jólatíðindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólatíðindin
https://timarit.is/publication/475

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.