Jólatíðindin - 24.12.1931, Blaðsíða 2

Jólatíðindin - 24.12.1931, Blaðsíða 2
2 JÓLATÍÐINDIN Úr ýmsum áttum. Guðs orð var dýrt á þeim tíma. Arið 1274 kostaði vel skriftið biblia I 9 bindum 600 krónur. Það þætti æði dýrt nú á vorum dögum, og þó sýnir upphæðin sjálf oss ekki, hversu fáir höfðu efni á að kaupa biblíu, því að dagsverkið var þá metið á tæpa 12 aura. Verkamaður varð þvi að vinna 5333 daga, eða um 17 ár fyrir einni bibliu. (,,Missionæren“.) Eina heilaga bókin. Max Muller háskólakennari i Oxford sagði: „Þar sem eg hef nú í 40 ár kent Sanskrít við há- skólann i Oxford, er mér vonandi óhætt að segja, að eg hafi frem- ur en nokkur annar maður í heim- inum varið tlma tnínum til að kynnast og rannsaka „heilagar bækur Austurlanda“. Og eg verð að segja það, að tónninn, sem hljómar þar allstaðar, ef eg mætti svo að orði kveða, er — sálu- hjálp fyrir verk vor. Þær kenna allar að maður verði að vinna sér inn sáluhjálpina, og verðið er verk manns og verðskuldan. Biblía vor, heilaga bókin vor frá Austurlöndum, móttnælir frá upp- hafi til enda þessari kenningu. Reyndar heimtar hún einnig góð- verk, og heimtar þau enn skýrar og ákveðnar en nokkur önnur „heilög bók“, en þau eru hér ekki annað en vottur og afleiðing af þakklátum hjörtum. Þau eru einungis þakkarfórn, ávöxtur af trú vorri. Þau etu aldrei lausnar- gjald sannra lærisveina Krists. Lokum ekki augum vorum fyrir þvi, sem fagurlega hljómar I öðr- um „heilögum ritum“. En kennum Hindúum, Búddistum og A1.úham- eðstrúarmönnum að það sé aðeins ein heilög bók frá Austurlönduin, aðeins ein bók, sem geti verið huggun á alvörutímanum, þegar hver maður verður að fara aleinn yfir til ósýnilega heimsins. Það er sú heilaga bók, sem flytur boðskapinn, sent cr vissulega sannur og móttökuverður fyrir alla, — snertir alla, rnenn konur og börn — og ekki aðeins oss, sem kristnir erum, — að Jesús Kristur er kominn í heiminn til þess að gera synduga menti sálu- hólpna.“ Helvíti er ekki fullt. Leikritið, sem verið var að leika i Iraquois leikhúsi i Chicago, þeg- ar það brann árið 1903, var fult af guðleysi og lastyrðum um krist- indóminn. Meðal annars var einn leikandinn látinn segja, að hann hefði ætlað til helvitis, en ekki komist inn, af þvi að þar hefði verið húsfyllir fyrir. — En svo kviknaði I leiksviðinu. Leikhúsið brann til kaldra koi, og nálega 600 vesalings mönnutn var kippt fyrirvaralaust frá þessum guðlausa sjónhverfingarleik inn i veruleik eilífðarinnar. Niður með tjaldið! („Missionæren“.) Eldfæri. - Gólfdúkar. - Skilvindur. Verslun tnín er oltast vel birg af ofnutn — mörgutn stærð- uttt og gerðum, þvottapottum, eldavélutn, emaill., hvitum, brúnum, bláum og svörtum. Þar á meðal SCANDIA elda- vélin, sem löttgu er nú viðurkend að vera besta eldavélin, og allar hyggnar húsntæður vilja eignast, — rörum, ristum, eldföstum leir og steinum. — Þá hefi eg DOMO skilvind- una, margar stærðir, og bæjaritts mesta og besta úrval af gólfdúkum, verð við allra hæfi. Vörur sendar gegn póst- kröfu eftir óskum. Leitið upplýsinga hjá mér um verð og vörur áður en þér festið kaup annarsstaðar. Það borgar sig. Símar 30 & 56. Elías J. Pálsson. Jólaútsalan í Vöruhúsinu er nú i fullum gangi. — Hvergi í bænum er úr jafn miklum birgöutn að velja, og þar er gefinn langmestur afsláttur. ♦ ♦ ♦ ♦ * ♦ Vöruhús ísafjarðar. % * Margar ódýrar og uytsamar jólagjafir. Jólakort. Nýárskort. Pappír & ritföng. Stórt úrval. Lítið verð. Þeir, setn þurfa að fá höfuðbækur, dagbækur o. fl. til bók- halds fyrir áramótin, ættu að athuga birgðirnar sem fyrst. ----------Verðið er viðurkent lægst I bænum.---------- Helgi Guðbjartsson. QLEÐILEO JÓL! FARSÆLT KOMANDl ÁR I Ger og eggjaduft búið til eftir nýjustu og bestu aðferð. Allskonar krydd beint frá framleiðslulandinu, er best. Apótekid. Skúli K. Eiríksson hefir marga hluti hentuga til jólagjafa. Einnig saumavélina Naumann, sem er alþekt hér eftir margra ára reynslu. Helios lækningaáhöld og m. m. fl @ rt I rxír^i I r^ I r^ I r^ W.J I W.J I I W.J I w.j | wÁ r^ I r^ I r^ I r^ w^ w^IIwA Hugsiö um skepnurnar! Gefið þeim fóðursíld frá Samvinnufél. ísfirdiiiga. r^|r^lr^ W AIWJ ki r^ Ir^ w^ IWJ r^ r^ w^ W Á r^ I r^ wj w^ V ö r ubúðin (Georg Finnsson) Laugav. 53. Reykjavík. Box 421. Nærfatnaður, vinnufatnað- ur, peysttr, húfur, tnilli- skyrtur, treflar, hálstau og fleira til klæðnaðar á unga og gamla. Sængurfatnaður fiður, hálf- og aldúnn. ÖII smávara. Hvergi ódýrari vörur. Heild- og smásala. Sent gegn eftirkröfu. Jólasalan byrjuð! Ailar eldri vörur með lægst fáanlegu verði eftir gæðum. Nýar vörur mcð hverju skipi. Vandaðar vörur! Gottverð! GLEÐILEG JÓL! Guðm. B. Guðmundsson. Hefi nú fyrir jólin: Mikið af fallegum smfð- um — með lágu verði. Gerið svo vel að lfta inn í Smiðjugötu 12, áður en þér kaupið annarsstaðar. Þórarinn A. Þórsteinsson. Grleraugu við allra sjón hjá Einari gullsmið. ^ Rafiampakúplar, Öryggis- ^ patrónur og öryggi, sem ^ aldrei springa tappar úr. ♦ Allt hjá ♦ Jóni Alberts, ♦ : ♦ ♦ x Dýrmæt sannindi. Manns-sonurinn er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það. Lúk. 19, 10. Jesús sagði við þá: Eg er eigi komiun til að kalla réttláta, held- ur syndara. Mark. 2, 17. Jesús segir við hann: Eg er vegurinn, sannleikurinn og lifið: enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. Jóh. 14, 6. Jesús sagði: Eg er dyrnar; ef einhver gengur itm um mig, sá tnun hólpinn verða. Jóh. 10, 9. Einn er Guð, einn er meðal- gangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Krislur Jesús. 1. Tlm. 2, 5.

x

Jólatíðindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólatíðindin
https://timarit.is/publication/475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.