Jólatíðindin - 24.12.1931, Blaðsíða 3

Jólatíðindin - 24.12.1931, Blaðsíða 3
JOLATÍÐINDIN 3 Fyrstu jólin hans á himnum. Jól er naín á þeirri hátið, sem halda á til minningar um fæðingu Krists, þó hún sé of oft aðeins í þvl fólgin að eta góðan mat, klæð- ast betri fötum, setja upp ný gluggatjöld, bjóða kunningjunum og sitja við spil og drykkju, eða jafnvel að dansa. Hvernig sem hátíðahöldunum er nú varið, þá má það heita sameiginlegt með öllum að hlakka til jólanna. Vel kristinn læknir var staddur með tjölskyldu sína I nokkra daga I sjóþorpi á Englandi, sér og slnum til hressingar og hvíldar, er hann varð fyrir þeirri sorg, að missa einn af drengjunum sinum. Hann hafði orðið snögglega veik- ur og dó. Drengurinn hét Vil- hjálmur. Hjónin sneru nú heim sorgmædd, og virtist faðirinn bera sig verst, því hann virtist óhugg- andi. Sumarið leið, haustið kom og fór, en ekki minkaði sorg föður- ins. Þegar undirbúningur jólanna hófst varð hann æ hryggari með hverjum degi sem leið. Á jóla- daginn við miðdegisborðið, þeg- ar faðirinn sá auðn í fjölskyldu- hringinn varð sorgin og söknuð- urinn sjálfstjórninni yfirsterkari, svo hann táraðist. Allir voru hljóðir, þar til annar drengjanna er eftir lifðu, sagði: „Pabbi, þetta verða fyrstu jólin hans Villa á hirnnum". Það var sem faðirinn vaknaði af draumi, þvi barnið hafði bent honum á, að llðan Villa með sin- um himneska föður, væii ekki hægt að jafna við sambúð með jarðneskum föður. Og sorg hans breyttist í gleði, þegar hinn dreng- urinn sagði: „En, pabbi, eru ekki altaf jól á himnum?" Læknirinn hóf augu sln til him- ins, með þakkargjörð. Minntist frelsarans, sem með fórn sinni og uppriau hafði gjört oss mönnum mögulega þátttöku í hinu himu- eska heimilislifi. (Op. 7. 15—17.) „Eg veit ekki“ sagði læknirinn, „hvort jól eru nokkurntfma nefnd á himnum, og mér er sama um það. En hitt veit eg, að Kristur er þar ávalt, og vér fáum um alla eilifð að sjá ásjónu hans, sem vor vegna var til háðungar þyrnum krýndur, en ber nú kórónu dýrð- ar og heiðurs.“ (Op. 22, 3.) En minnist þess, að „enginn getur séð guðs rlki nema hann endurfæðist. (Jóh. 3, 3.—7.) „Hver sem trúir að Jesús sé guðs son, er af guði fæddur (1. Jóh. 5, 1.) Trú þú á hann, þá hljómar þér rödd at hirnnt: „Syndir þlnar eru þér fyrir- gefnar!" Gleymið ekki jólapottinum! Leggið lítinn skerf til jólagleði barna og gamalmenna. Guð elskar glaðan gjafara! ----SHS---- Verslun Matthíasar Sveinssonar. I Jólagjafir margskonar. Sérstaklega mikið úrval af Leirvöruin og glervörum. I Matar- og kaffistellin eru falleg og kærkomin jólagjöf. I Matvörur. — Kryddvörur. — Hreinlætisvötur. Leikföng og annar jólavarningur með lægsta verði. | Œ IQIIQIIOIIQIIQlŒkaŒŒÍQIIOIE B ppi Verzlun Bjðrns Guðmundssonar 3 rat'i Pósth. 32. Símn.: Björn Sími 32. Selur allskonar góðar og ódýrar nauðsynjavörur með ö lægsta sanngjörnu jólaverði. RS Gefur 5°/° a f s 1 á 11 gegn greiðslu við afhendingu. 3 I Verzlunin þakkar hin liðnu góðu viðskifti, og væntir framhalds viðskifta. 3 nn Œ Gleðileg jól 1931! Gieðilegt nýár 1932! G Virðingarfyllst. B Verzlun Björns Gfuðmundssonar, ísaf. ss H Pósth. 32. Símn.: Björn. Sími 32. & R5llðllOllðlŒŒK5IŒIðlRSR5l Með kærri þökk fyrir gamla árið, óska eg yður allrar blessunar á hinu komapdi ári — 1932! J. S. EDWALD. 6LEÐILEQ JÓL! ÓSKAST ÖLLUM VIÐSKIFTAVINUM MÍNUM KARL 0L6EIRSS0N, Til jólanna: Bökunardropar allskonar, Tóbaks- vörur og sælgæti, Handsápur, And- litscrem og púður, Jólakerti, Flug- eldar og margt fleira fyrirlggjandi. Versl. ísafold. I GAMLAB AKARÍIÐ I m ÍSAFIRÐl H óskar öllum viðskiftamönnum sínum gleðilegra j§ ■ jóla og nýjárs, með þökk fyrir viðskiftin á árinu jj ■ sem er að líða. Valet rakvélar og blöð. Gillette rakvélar og blöð. Ágæt raksápa. Rakburstar. Ódýrt og gott áhald til þess að skerpa með rakblöð. Steinn Leós, Hafnarstræti 11. Simi: 39. tsaflrði. Einar & Kristján klæðskerar Jólafatnaðinn er áreiðanlega best að kaupa hjá okkur. Mikill afsláttur! Jólasálmur Eftir Lárus Halldórsson eldra. (Lag: Heims um ból.) Skln um jól skammdegis sól yfir frost, ís og hjarn. Innra I sálunum ylur þó býr, ylinn þann tendrar guðs náðarsól dýr: :,: Betlehems indæla barn. Dimm var nótt, dapurt og hljótt, fæddist þá frelsarinn. Ljómaði birta í Betlehems grend, birta frá himnum, af föðurnum send, :,: soninn að vegsama sinn. :,: Hirðum brá birtu við þá. Intu Quðs englar þeim: „Óttist þér eigi, því tagnaðar fregn flytjum vér syndum og dauðanum gegn :,: Fæddur er frelsari’ i heim.“ Lýsir jól Ijómandi sól, eilíft Quðs ástarþel. Eyðast mun frostið og hjartnanna hjarn, heilagt ef elskum vér Betlehems barn :,: elskum vorn Immanúel. :,: Birtan há birtist oss þá, englar tjá orðum þeim: „Óttist þér eigi, því fagnaðar fregn flytjum vér syndum og dauðanum gegn. :,: Fæddur er frelsari’ í heim. :,: „Komið til mín !“ Hneigið eyru yðar og komið til mín, heyrið, svo að sálir yðar megi lifna við. Jes. 55, 3. Drottinn Jesús sagði: Kotnið til rnín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yður hvlld. Matt. 11, 28. -----Iglölöl-----

x

Jólatíðindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólatíðindin
https://timarit.is/publication/475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.