Liljan - 01.02.1916, Blaðsíða 8

Liljan - 01.02.1916, Blaðsíða 8
14 LILJAN Menn sýndu það í verkinu, að þeir báru fult traust til drengjanna, kunnáttu þeirra og dugnaðar og fengu þeim vandasöm störf í hendur. Þegar í byrjun stríðsins bað ílotaráðið um 1000 skáta, og skyldu þeir vera á verði með ströndum fram Þeir reyndust svo vel, að eflir viku bað stjórnin um 800 i viðbót. Þegar þýzki flotinn skaut á Scarborough og Whiteby 16. des. 1914, sýndu skátarnir hina mestu hugprýði, eftir því sem eitt af ensku blöðunum segir. Varðforinginn segir í skýrslu sinni: »Þeir létu sér hvergi bregða við hættuna og unnu skylduverk sín hiklaust; sprengikúla særði einn þeirra, Robert Miller, mjög mikið og var liann fluttur á sjúkraliús«. Nokkrum dögum áður hafði Baden-Powell komið til bæjarins og brýnt fyrir skátunum að rækja skyldur þeirra; kvað hann það vera skoðun sína, að Þjóðverjar mundu ráðast þar á ströndina ef þeir á annað borð hættu á að gera árás á Englandsstrendur. Regar Baden- Powell frétti hvernig komið var, sendi hann skeyti og spurðist fyrir hvernig drengnum liði. Bað pilturinn þá að svara því, að hann reyndi að vera síbrosandi. Baden-Powell segir um það við sveitarforingja sína : »Þetta er sá andi, sem þið sveitarforingjar haíið vakið til lífs hjá drengjunum; slíkur andi mundi leiða þjóð vora óskaddaða gegnum allar hættur og örðugleika, ef við megnuðum að vekja hann til lífs í hverjum einasta enskum dreng. »Vœbnereim Ef sú tíð rennur upp, að allir drengir á voru landi likjast ensku skálunum, og búa sig kappsam- lega undir forustu góðra og hagsýnna leiðtoga, undir

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.