Liljan - 01.03.1916, Blaðsíða 4

Liljan - 01.03.1916, Blaðsíða 4
22 L I L J A N að vera hraustir og hugaðir; en það er örðugt að vera tryggur. Tíu hlaupa ofl af stað, en einn að eins kemst á skeiðs enda. Ef þú vilt reynast tryggur, þá skalt þú vinna verk þitt, unz þú heíir lokið því. Vinn lítilmótlegt og leiðin- legt verk með samri kostgæfni sem hitt, er meira þyk- ir í varið og skemtilegra; slatt þar, sem þér er stöð ætluð unz annar kemur i þinn stað. Ef þú ált vin, sem bætir þig eða þú inátt bæta, þá verlu honum tryggur. 3. gr. Skáli er hæverskur í hugsunum orðum og verkum. Þú skalt aldrigi gera það, er þú gætir eigi lálið móð- ur þína sjá; þú skalt eigi venja þig á það, er eigi samir að verði lýðum ljóst. Skáli skal eigi hegða sér durgslega eða hrotlalega. Þér skuluð varast vonda munnshöfn (Kol. 3, 8). Ljótt þvaður spillir hugum manna og getur unnið von- um meira tjón. Það er óhæverskulegt að bölva. Það er mjög örðugt að vera göfuglyndur og hrein- lyndur. I5ú getur sjálfur áorkað miklu um að firrast ljótar hugsanir; flýt þér að hugsa um eilthvað annað: blístraðu, tak þér verk í hönd, gakk inn til hinna eða hlaup spölkorn. En þú orkar eigi öllu. Bið Guð um hjálp. Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér af nýju stöðugan anda (Dav. sálinur 51, 12). 4. gr. Skáti er lilýðinn. Allir skynsamir foreldrar krefjast hlýðni. Guð gerir

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.