Liljan - 01.04.1916, Blaðsíða 4

Liljan - 01.04.1916, Blaðsíða 4
30 L I L J A N En hvar er hjálp að fá? Hvar er hægt að fá sigur í baráltu við hin eyðandi öfl? Hjálp og sigur er liægt að fá hjá sigurhetjunni, seni reis úr dauðans dróma. Þess- vegna eru haldnir páskar, til þess að þakka fyrir sigur hans, sem leiddi í ljós lífið og ódauðleikann. Nú koma páskar til þín, ungi vinur. Engillinn kemur til þín og flytur þér sigurboðskap. »Vertu ekki hrædd- ur; Jesús er upprisinn«. Ef þú tekur á móti þessum boðskap, þá fer eyðandinn fram hjá, þá hörfa freislingarnar undan eins og skugg- ar hverfa fyrir upprennandi sól. Höldum því páska og þökkum fyrir sigur frelsarans. Ungur var hann, er hann á vormorgni var leiddur Lii lííláts á Golgata, en syndin hafði alls ekki náð tökum á lijarta hans. Hefir æskan nokkursstaðar séð annan eins sigur? Er ekki sjálfsagt fyrir æskuna að koma að krossi hans og hlusta á sigurorðin: »Það er fuIIkomnað«. Þegar við virðum fyrir okkur líf hans, lireina æsku hans í Nazaret og hið blessunarríkasla starf hér í lieimi, þá sjáum við, að páskar lilulu að koma, það hlaut að sjást dýrleg sólarupprás. Það birti af degi, sólin sendi geisla sína yfir jörð og geislarnir gægðust inn til hinna hræddu lærisveina, blómin ilmuðu, fnglarnir sungu, öll náttúran fagnaði konungi lífsins, og svo komu vinir hans og veittu honum lotningu. Hræðslan hvarf, ang- istin fór framhjá, dimman flýtti sér burt, Ijósið vann sigur. Nú fóru ungir menn út um heiminn og æskan í guðsríki vann hinn glæsilegasta sigur; þá urðu víða páskar, nú fögnuðu ungir menn sigri. Nú eru páskar hér hjá okkur, og þeir eiga erindi til æskunnar. Seg nú í nafni Drottins við hin illu öfl-_

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.