Liljan - 01.04.1916, Blaðsíða 7

Liljan - 01.04.1916, Blaðsíða 7
LILJAN 33 „Yertu viðbúinn“ segir skátinn og hugsar sig um í tíma. A kveldin legg- ur hann föt sín þannig frá sér, að liann geti fundið þau á svipstundu. Hann heíir muni sína í röð og reglu. Hann heíir ekki ofmikinn farangur, en vantar ekki heldur neitt, það sem hann þarf á að halda. Hann veit jafnan hvar eldspítur eru, og hvar vatn er og hvaðan hægt er að hringja á brunaliðið. Hann vill vera viðbuinn eigi að eins þvi, sem líklegt er að fyrir komi, heldur og hinu, sem fyrir getur komið, þótt ó- líklegt sé. Það er of seint að fara að læra að synda og bjarga, þegar sá fellur í vatnið, sem bjarga þarf. Þegar meðvit- undarlaus maður er dreginn upp úr vatni, er of seint að fara að leita að »reglunum um lífgun druknaðra« og læra þær utan að; þá verður sá, sem ætlar að hagnýta sér þær, að hafa lært þær, og hafa æft sig í að nota þær. Þegar hús brennur, þarf skáti að vita, hvernig á að fara inn í hús fult af reyk, og hvernig á að bera eða draga út eftir gólfinu, þar sem minstur er reykurinn, meðvitundarlausan mann. Ef einhver sker sig, þá dug- ir það ekki, að skáti þoli ekki að sjá blóð. Hann þarf að kunna að fara með sárið á réttan hátt og búa um það umsvifalaust. »Vertu viðbúinn«, segir skátinn, og hefir fyrirfram gert ráð fyrir, livað fyrir geli komið. Þegar hann bíður eftir járnbrautarlestinni á troðfullri járnbrautarstöð- inni, hefir hann t. d. elcki annað að gera en að hugsa um: Hvaða slys geta borið liér að höndum? og hvað á þá að hafast að. Ef einhver félli nú t. d. niður á járn- brautarleinana rélt fyrir framan lestina, — þá mundi

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.