Liljan - 01.04.1916, Blaðsíða 10

Liljan - 01.04.1916, Blaðsíða 10
36 LILJAN þvi og nú fyrir skömmu urðu Væringjar fyrir líkum búsifjum af dönsku félagi, er taldi þá vera útibú frá sér. Til þess að fyrirbyggja alt slíkt og til þess að vinna að útbreiðslu skálafélagsskaparins hér á landi, þurfa ailir íslenzkir skátar að gera með sér samband og á- kveða lög þau og reglur, er gilda skuli íslenzka skáta. í stjórninni þurfa þeir menn að eiga sæti, sem áhuga hafa fyrir málinu og einhver kynni liafa haft af því. Um verksvið sljórnarinnar og annað fyrirkomulag verður eigi rætt hér; það verður að gerast á sameigin- legum fundi. Skátar! minnumst þess, að saman stöndum við, en sundraðir föllum við. Tökum því höndum saman og hrindum þessu nauðsýnjamáli í framkvæmd, og tryggj- um með því framlið skátafélagsskaparins hér á landi. « + fi 3. Að gera sjúkrabörur. Ef mann þarf að bera nokkura vegalengd, er það gert á börum. Þær má gera á þann liátt, að göt eru selt á hornin á 1-2 pokum og staíir dregnir í gegnum. Ef pokar eru ekki fyrir hendi, má gera þær úr 2-3 yfir- höfnum eða treyjum. Er þá bolnum snúið um, treyj- unni hnept og stöfum stungið gegnum ermarnar. 2 eða íleiri bera börurnar. Börur iná einnig gera t. d. úr nógu mörgum klútum, sem er linýtt ulan um 2 stafi o. s. frv.

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.