Liljan - 01.04.1916, Blaðsíða 15

Liljan - 01.04.1916, Blaðsíða 15
L I L .1 A N 41 Áhrifin, sem það hafði á veitingamanninn, voru auð- sæ. Hann hló hæðnislega, því að hann var sannfærður um, að verið væri að gabba hann. »Hvað á nú þetta að þýða ?« spurði hann. Ungi maðurinn brosti að eins. Hann var byrjaður að tala í símann og veitingamaðurinn, sem virtist liafa sig allan við að þurka ölglös, gaf nákvæman gaum hverju orði, sem ungi maðurinn sagði. í Wall-Street sat eldri eigandinn að verzluninni Car- roll og Hastings inni í einkaskrifstofu sinni og hljrddi einnig á mál unga mannsins. Hann var sokkinn niður í mjög þýðingarmikið starf, þegar hann var hringdur upp. Á borðinu tyrir framan hann lágu bréf til lögmanns hans, til líkskoðarans og til konu hans, en undir öllum bréfunum lá hlaðin skammbyssa. Það loforð, sem hún hafði gefið honuin um bráða hvild, liafði gert honum það létt að skrifa bréfin, og losað hann, að þvi er hon- um virtist, við alla frekari ábyrgð. Og þegar símabjall- an við hlið hans tók að hringja í ákafa, var sem hún kallaði hann aftur inn í þann heiin, sem honum fanst að hann hefði þegar yfirgefið. Af gömlum vana greip liann heyrnartólið og lyfti því upp að eyranu. Það sem hann lieyrði gegnum símann, kom í snögg- um og stuttum setningum. »Bréfið, sem eg sendi yður í morgun? Gleymið þvi. Rífið það. Eg hef verið að hugsa málið og er afráðinn. Eg ætla að hjálpa ykkur og er viss um að ykkur geng- ur vel. Eg er staddur í almennings símstöð og fer beina leið þaðan í bankann. Yður er óhætt að taka út á mit nafn innan klukkutíma. Og — halló — nægir yður fimmtíu þúsund?«

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.