Liljan - 01.06.1916, Blaðsíða 4

Liljan - 01.06.1916, Blaðsíða 4
46 LILJAN læra að fremja leikinn hver á sínum tiltekna stað, og er engin æfing betri í hverri stöðu lífsins, sem vera skal. En knattspyrna er slæmur leikur, þegar liann dreg- ur drengina hópum saman frá því að taka þátt í hon- um sjálfir, svo að þeir gerast aðeins áhorfendur. Sjálfum þykir mér undur gaman að sjá þessi ágætu sýnishorn þjóðar vorrar, er þeir eru svo vel æfðir, að eigi verður að leik þeirra fundið. En það liggur við að eg fái velgju, er eg lít hinn flokkinn, drengi og unga menn hópum saman, föla, mjóa um brjóstið, keng- bogna, hreinustu óþrifa gimbla, síreykjandi sígarettur; en allir verða þeir móðursjúkir af því að stynja eða æpa gleðióp í eins konar æði eins og þeir, er hjá þeim standa, — en allra andstyggilegastur er þó ofsahlátur- inn, er jafnan kveður við, er einhverjum leikanda verður eitthvað lítilsháttar á eða hann fellur. Það er eigi auðvelt að sjá, hvort þetta geti verið sama þjóðin, sem fengið hefir það orð á sig að vera fálát karlmennskú þjóð, er aldrei skiftir skapi, en sé þá öruggust, er mest liggur við. Leiðið drengina af ómennskubraulinni, kennið þeim karlmennsku, látið þá taka þátt í leiknum, hver sem liann kann að vera, svo að eigi verði úr þeim áhorf- endur einir og slæpingar. % Hjálp i viðlögum. 5. Að binda um sár. Þegar bundið er um sár, skal fyrst og fremst gæta hreinlætis. Hörundið i kring um sárið skal þvo úr heilu sápuvatni og er bezt að nota til þess hreinan hand- j

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.