Liljan - 01.06.1916, Blaðsíða 8

Liljan - 01.06.1916, Blaðsíða 8
50 LILJAN María grét af gleði svo að tárin hrundu ofan í ferða- kofortið, og heitar þakklætisbænir stigu upp frá lijarta hennar. Alt í einu hné hún aftur á bak niður á gólfið. »Jón« hrópaði hún. er það ekki syndsamlegt að sigla burt í konungskáetu og skilja þessa indælu íbúð eftir tóma?« En hann var í vandræðum með burðarþjóninn sem hann var að síma til. »Nei«, sagði hann, »eg er ekki sjóveikur núna. Eg ætla að nota lyfið seinna. Eg veit að eg síma frá Povonía, en Povonía er ekki skip heldur íbúðarhús«. Hann snéri sér að Maríu. »Við getum ekki verið á tveim stöðum í einu«; mælti hann. »En hugsaðu um alla fátæklingana, sem þola ekki við í nótt fyrir hitanum, en eru að reyna að sofna á þökum uppi, og svo er íbúðin okkar svo svöl, stór og góð og enginn í henni.« Jón kinkaði kolli yfirlætislega. »Eg veit að hún er stór«, inælti hann, »en hún er ekki nógu stór handa öllum þeim, sem sofa í nótt uppi á þökum og úti í görðum«. »Eg var að hugsa um hann bróður þinn — og Gra- ce«, sagði María, »þau hafa bara verið gift í hálfan mánuð, þau hafa bara lítið svefnherbergi, verða að borða með hinum leigendunum. Hugsaðu um hvað i- búðin okkar yrði mikilsvirði fyrir þau — þau gætu verið útaf fyrir sig, haft átta herbergi og sitt eigið eld- hús og baðherbergi, og nýja kælingarílátið okkar. Það yrði hamingja! Það yrðu reglulegir hveitibrauðsdagar!« Jón hringdi af, tók Maríu í faðm sér og kysti hana, því vænst af öllum þótti honum um konu sína og þar næst um bróður sinn. t*essi bróðir hans og Grace sátu

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.