Liljan - 01.08.1916, Blaðsíða 2

Liljan - 01.08.1916, Blaðsíða 2
54 LILJAN mönnum er sagt: »Eftir tíu mínútur skalt þú yfirgefa skip þitt og halda inn í eilifðina«. Er það ekki stórkostleg predikun um dauða og ei- lífð, sem Guð heldur daglega fyrir oss á þessum tím- um? Heíir hún haft áhrif á sál þína? Veiztu nema hinn eilifi hæstráðandi, sem ekki tekur neinni mála- miðlun, hrópi bráðum til þín: »Þú færð fáeinna daga, fáeinna stunda, fáeinna mínútna frest til að yíirgefa skipið þitt. Notaðu tímann, sem er eftir«. Eins og skipstjórinn á gufuskipinu hugsar fyrst um skipsskjöl- in, þannig verður þú einnig að höndla hið þýðingar- mesta og dýrasta verðbréf, hið eina, sem gildir á hinni ströndinni, í heimi eilífðarinnar, sem sé það verðbréf, sem er ritað með blóði lambsins og hljóðar svo: „Eg feyki burí misgjörðum þínum sem þoku, og synd- um þinum eins og skýi“, Úr „De Unges Blad“. „ V. <& 9 Utilegur. Eitt af því, sem skátar nota til þess að herða með líkama sinn, eru útilegur. Sumarstarf allra skátafélaga víðsvegar um heim er því aðallega fólgið í því, að skátarnir fara — í stærri eða minni hópum — burt úr bæjunum og reisa tjöld sín uppi í sveit. f*ar fást þeir við alskonar leika og æíingar og verða að hjálpa sér að öllu leyti sjálfir, hugsa um mat sinn og föt, um alla flutninga til staðarins og um viðhald hans. Úeir læra að hagnýta sér það, sem fyrir hendi er, lil þess að gjöra lífið í tjöldunum sem skemlilegast og

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.