Liljan - 01.08.1916, Blaðsíða 12

Liljan - 01.08.1916, Blaðsíða 12
60 L I L J A N Aldrei hefir nokkur drengur byrjað að reykja af því honum þætti það gott, heldur venjulega annað tveggja af því að hann óttaðist, að aðrir drengir mundu erta hann á því, að hann þyrði ekki að reykja, eða af hinu, að hann hugðist þá verða líkari fullornum manni ef hann reykti — þótt aldrei séu drengir and- hælislegri en einmilt þegar þeir eru að reykja. Verið því ekki hræddir, en ráðið það sjálfir með ykkur að reykja ekki þangað til þið eruð orðnir full- tiða menn, og efnið þetta loforð. Með því sýnið þið miklu betur, að þið eruð menn, en þótt þið hreykið ykkur með hálfbrunna sigarettu uppí ykkur. Hinir munu bera miklu meiri virðingu fyrir ykkur, er til lengdar lætur, og sennilega munu þeir á laun oft og tíðum fylgja dæmi ykkar. Og geri þeir það, hafið þið þegar komið nokkru góðu til leiðar i heiminum, þótt þið séuð ungir. »Mjór er mikills vísir«, og er þvi lík- legt, að þið munið lialda áfram, og vinna stórvirki er aldur færist yfir ykkur. „Skouling jor boys“. ií Skátinn. Eftir Richard Harding Davís. Bifreið kom þjótandi inn í götuna, staðnæmdist fyrir framan húsið og yfirbókarinn og María stigu út. Bau töluðu svo hratt og yngri bróðirinn og Grace töluðu líka svo hratt, að matþegarnir gátu ekki greint neitt, þrátt fyrir það þó þeir hlustuðu. Þeir greindu aðeins síðustu setningarnar. »Hví komið þið ekki niður á bryggjuna með okk- ur?« heyrðu þeir að eldri bróðirinn sagði. j

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.