Liljan - 01.10.1916, Blaðsíða 3

Liljan - 01.10.1916, Blaðsíða 3
L I L .1 A N 67 trú? Þeirri trú, sem þér voruð skirðir til. Það er trúin á hinn þríeina Guð, Föður Son og Heilagan anda. Það er svo margt, sem vill tæla yður frá þeirri trú. Hlustið ekki á neinar villuraddir. Standið stöð- ugir í trúnni á Jesúm Krist. Hann er hinn lifandi frelsari yðar og þér eruð Hans lærisveinar. Þér verðið að lialda fast við Jesúm, frelsara yðar og Iesa Hans orð og biðja Hann iðuglega. Þér getið ekki verið sannir Væringjar nema þér gjörið þetta. Munið ávalt eftir því að þér eruð meðlimir í K. F. U. M. fyrst og fremst. Aðal-markmiðið er það að hjálpa drengj- um til að verða sannir krislnir menn, þessvegna er Guðs orð höfuð-alriðið, allt hitt eru auka-atriði. Þessu má aldrei gleyma. Þarnæst segir hið heilaga orð: Verið karlmannlegir, verið sterkir! Það er til heilög karlmennska, og í henni eigið þér að æfa yður af öllum kröftum. Mont og mikillæli er ekki karlmennska, þólt surnir haldi það, En það er sönn karlmennska, að þora ávalt að segja satt, hvað sem kostar. Það er karlmennska að taka svari títilmagnans, er á hann er lagst. Það er og karhnennska, að þora að segja nei, þegar slæinir fé- lagar vilja fá yður til að gjöra eitthvað rangt. Það er ennfremur karlmennska, að kunna að stjórna skapi sínu, að geta látið á móti sér og hafa taumhald á óskum sínum og tungu. Allar líkamsæíingarnar og heræfingarnar eiga að miða að því að gjöra yður sterka bæði tillíkama og sálar. Sá sem aðeins æfir sína líkamskrafta, en vanrækir að æfa sig í liinni andlegu karlmennsku, liann getur af til vill orðið sterkur sem naut, en verið samt hið mesta gauð. En þegar saman fer lijá yður andleg og líkamleg

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.