Liljan - 01.10.1916, Blaðsíða 12

Liljan - 01.10.1916, Blaðsíða 12
76 L I L J A N það átti að halda stjórnarfund í »Togleðursfélagi Brasilíu«, en Barnes þingmaður var formaður þess félags, Það átti að vera leynifundur. Þeir stjórnendur, sem dvöldu yfir sumartímann á sjávarströndinni, voru kallaðir saman með simskeytum, en þeir, sem voru á sjóferðum, með þráðlausum firðskeytum. Sunnan frá miðjarðarlínunni höfðu borist andstyggilegar, ljótar, hræðilegar kviksögur. Nú var kviknað í undir yfir- borðinu, og þaðan barst aðeins daunn, en það var líka eins illur daunn eins og af sjálfu togleðrinu, þegar það brennur. Það gat blossað upp þá og þeg- ar. Hvort var nú betra fyrir stjórnendurna að reyna að láta þessar hneykslissögur fyrnast og eiga það á hættu, að þær kæmust upp, eða verða fyrstir til að ljóstra því upp, benda sjálíir á svivirðinguna og eyða henni? Þetta áttu stjórnendurnir og formaðurinn að gera út um mitt í ágúst-hitunum. Champ Thorne hafði ekki liugmynd um þetta; hann vissi það aðeins, að Barbara Barnes var ein- hverra liluta vegna i borginni, og að hann var loks- ins kominn í svo góða slöðu að hann gat beðið hennar og að hún myndi alls ekki hryggbrjóta hann. Hann kærði sig ekki um að vita annað. Hann hafði játað henni ást sína fyrir ári síðan. Hann sagði henni þá, að áður en liann gæti kvænst, yrði liann að geta unnið fyrir konunni sinni, því að hann vildi ekki fé frá föður hennar, og að þau yrðu að bíða þangað til hann fengi launahækkun. »Hvað er að peningunum hans pabba?« haðíi Barbara spurt. Thorne svaraði ekki spurningunni beinlínis. »Það er ofmikið af þeim«, sagði hann. »Líkar þér A

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.