Liljan - 01.11.1916, Blaðsíða 2

Liljan - 01.11.1916, Blaðsíða 2
82 L I L .1 A N ans valda deilum, munnur hans kallar á högg. Munn- ur heimskingjans verður honum að tjóni, og varir hans eru snara fyrir líf lians. Bæði þessi orð standa í Orðskviðunum, sem allir Væringjar æltu að lesa, því að hvergi eru til betri heilræði fyrir ungan mann en einmitt þar. Ef þú vilt verða karlmenni, þá sýndu það í öðru en því að taka munninn fullan af gífur- yrðum. lif þú vilt verða sannur, góður og mikill maður, og hvaða Væringi vill ekki verða það, þá lestu í hiblíunni þinni meðal annars Orðskviðina, þar er þér hent á leiðina að því marki. Framh. V. SL Hjálp í viðlögum. Um bruna. Þrjú eru stig bruna. Er hið fyrsta þannig, að liúðin roðnar og þrútnar lítið eitt. Við bruna á öðru stigi myndast versafyltar blöðrur á brunastaðnum, og munu llestir kannast við þessi stig bæði. Ef mikil brögð eru að brunanum, skorpnar liúðin og verður livít, brúnleit eða svört. Það er hið þriðja stig. Það er alkunna, að bruni hefir ætíð svíða mikinn í för ineð sér. Ur honum má draga með köldum bökstrum eða hlífðarumbúðum með smyrslum í (sinksmyrsl, bórsmyrsl o. s. frv.). Þelta nægir við bruna á fyrsta stigi. Blöðrur má ekki rífa, heldur stinga inn undir þær með hreinni (soðinni) nál og þrýsta út úr þeim. Eyrst á þó að hreinsa húðina eftir megni, (þvo hana með hreinum höndum og hreinu líni upp úr bórvatni, karbólvalni eða öðru þessháttar). Yfir brunastaðinn á

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.