Liljan - 01.12.1916, Blaðsíða 14

Liljan - 01.12.1916, Blaðsíða 14
102 LILJAN krónu, sem fyrir blaðið fer, er vel varið, þvi að með hennr aflar áskrifandinu sér góðs og fróðlegs lesmáls og styrkir um leið gott málefni. Pað sem gjörir oss mögulegt að selja »Liljuna« svona ódýrt, er að starf við ritstjórn og afgreiðslu er unnið end- urgjaldslaust af meðlimum »Værinpjafélagsins« og velunn- urum. Væringjafélagið, sem er bæði fátækt og ungt, réðst i að gefa út þetta blað í trausti þess, að margir foreldrar hér á landi, eins og i öðrum löndum, hefðu opin augun fyrir því ómetanlega gagni, sem drengir hafa af því að kynn- ast slíkum drengjalélögum, sem leggja stund á þroskun anda, sálar og likama bjá hinum ungu og upþrennandi sonum þóðarinnar. Vér byrjum nýjan árgang í trausti þess, að margir foreldrar hafi vit á að svala lestrar- og fróðleiks- fýsn barna sinna á réttan hátt og taki því »Liljuna«, eftir þeirri reynslu, sem á er komin, fram yflr ýmislegt rusl, sem drengir annars lesa. Hver drengur á íslandi ætti að kynn- ast skátahreyfmgunni og K. F. U. M. Vér vonum, að allir gamlir og nýir áskrifendur »Liljunnar« stuðli að þvi eftir megni með þvi að afla »Liljunní« nýrra kaupenda og vekja athygli foreldra og barna á henni. Fyrsti árgangurinn fæst, innan skamms, innheftur á 1. kr. og »Skátahreyfingin« fæst sérprentuð á afgreiðslunni í Austurstræti 7 (uppi), sem er opin virka daga kl 6—7 síðd. Svo þökkum við áskrifendum og styrktarmönnum fyrir hið liðna og óskum þeim öllum Reykháfar. Stofnandi K. F. U. M., George Williams, kom eitt sinn í K. F. U. M. í bæ einum. Eftir fund tóku ýmisir af félögun- um upp hjá sér vindling og fóru að reykja. Pá sagði G. W.: »Haldið þið, vinir minir, að Guð hefði ekki skapað mann- inn með reykháf upp úr höfðinu, ef liann liefði ætlað lionum að reykja«. Blaðið ábyrgist: A. V. Tulinius, yfirdómslögmaður. AfgTeiðslu og innlicimtu annast Gtiðm. H. Pétursson Austurslræti 7 Reykjavik. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.