Liljan - 01.02.1916, Blaðsíða 13

Liljan - 01.02.1916, Blaðsíða 13
LILJA N 19 Væringjafélagið var stofnað með 20 meðlimum; hvað verða margir þeirra eftir, þegar félagið er 5 ára? í enska ríkinu voru 300,000 skátar árið 1910. Innan K. F. U. M. í Danmörku eru nú 300 skátar. 1 Reykjavík eru 80 skátar; þar af 20 í Skátafélagi Reykja- víkur og 60 i Væringjafélaginu. Frá Væringjum, Próf Væringja liefst 13. marz næstk. kl. 8i húsi K. F. U. M. og heldur áfram næstu daga. Minna prófið. Til þess að standast það verður Væringinn að kunna: 1. Skátalögin. 2. Fimm hnúta. 3. Kveðjur Væringja. 4. Að stöðva blóðrás, binda um sár með þrihyrnum, búa til sjúkrabörur, taka upp og bera særðan. 5. Geta hlaupið 2000 m. á 12 mín. 6. Elda liafragraut og te eða kakao. 7. Stoppa i sokka og festa á tölu. 8. Fara 500 m. á 15 mín. og gefa nákvæma skýrslu, um það, sem þeir hafa séð. 9. Flaggastafroílð. 10. Að nota áttavita og kort og kunna að . átta sig eftir úri, sól og stjörnum. 11. Hvað gjöra skal ef þeir verða varir við eldsvoða. Aths. Próíinu undir tölulið 5, 8 og 9 verður að vera lok- ið fyrir 13. marz næstkomandi og nægir vottorð hálfsveit- arforingja um að Væringinn liafi staðist það. Auglýsing um meira prólið verður síðar birt. A. l'. Titlinins. Fimtudaginn 17. þ. m. kl. 7 e. m. kennir Sæm. Bjarnhéð- insson prófessor »hjálp í viðlögum«. Allir flokkar mæti. Æfing á hverjum sunnudegi kl. 10 f. m. 30. f. m. voru Væringjar við guðsþjúnuslu í Dómkirkj- unni.

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.