Kennarinn - 01.05.1899, Blaðsíða 9

Kennarinn - 01.05.1899, Blaðsíða 9
—113— SK ÝRINGAE. I, Tími og ataður guðaþjónustunnar.-—Þetta akeði að úliðnuni degi,þegar komið var aö því að frambera kveld-fóruina í musteriuu. Hinartilsettu bænastundir voru k'. 9 f. li., 12 h. og S e. h. Postularnir og hinir kristnu allir liéldu enn við siðiþessa og dýrkuðu guð í musterinu. Þeir hafa líka sagt svo fyrir, að guðsþjónustan skyldi vera reglubundin. Guðs lieilaga luís er um fram alt bænaliús liins kristna manns, og )>ar linnur liann sérstalca liimins blessnn í bænasamfélagi við aðra dýrkendur. Hverjum kristnum manni er mjög nauðsynlegt að hafa rissar stundir til bæna- gerðar, ekki að eins það, að taka þátt í liinni opinberu dýrkun í kirkjunni á öllum lielgum stundum, heldur líka að venja sig á að verja vissum tilsettum stundum dagsins til heimulegrar bænagerðar. II, Dýnnœtari gjafir en giillog silfar.—Allur þorri fólks sækist fjTst og fremst eftir gulli'og gróða. Hinhver liin fyrsta löngun ungmennisins er að eignast peninga, einkum hér í þessu peninga-landi sem vér búum í. En lieyrið nú. börn! Pétur postuli og Jóhannos astvinur Jesú, meta annað meir og eiga nokkuð, sem er miklu verðmætara. Og þeir eru ekki einir um þau djrinætu auðæíi. Nei, þau geta orðið eign hvers einasta manns, hvers einasta barns. Hver er þessi dýrmæti fjársjóður? Það er guðdómskraftur Jesú Krists í sálu mannsins. Hreiut lijarta, trúuð sál, göf- ugur karakter í einingu andans við guð er liið eina eftirpóknarverða. Hikur er liver, sem þennan auð á. Hatin getur iíka gefið heimsins þurfamönnum margfalt betri gjafir, en þó lmnn ætti alt silfur og guli veraldarinnar. ‘‘Loitið fyrst guðs ríkis og hans réttlætis, þá mun alt þetta (sill'ur og gull) veifast yður.” III. Jexú nafn vegsamat). Það var ei svo að skilja, að postularnir framkvæmdu liið ynrnáttúrlega verk af eigin ramleik, heldur í krafti Jesú Krists, enda var þeim ant um að láta alla menn vita, að það væri Jesú kraftur, sem liér auglj'stist, en ekki þeirra eiginn. Vegsamlegt er .Tesú nafn fyrir öll þau undraverk, sem hans kraftur hefur framkvæmt fyrir kristna kirkju frá fyrstu tíð til þessa dags. Það er ekki vegna vizkuog lærdóms mannanna, að guðs orð liefur umskapað mannlífið á jörð- unni, heldur vegna Jcsú Krists og hans anda, sem býr í kirkjunni. Enossmönn- unum hættir við að vegsama sjálfa oss og telja framkvæmdirnar vorar, þarsem þó sannleikurinn or, aö án hans megnum vér ekkert. Allir þeir andlega höltu menn, sem læknast liafa fyrir evangelíið Jesú Krists, eru heilir orðnir fyrir ),á skipun “í nafni Jesú frá Nazaret að standa upp og ganga”, rísa upp úr synd og spilling og ganga á veg helgunar og réttlætis. Það er Jesú kraftur einn, sem oss auma og synduga menn fær reist á fætur. IV. Andleg lœ/cning.—Pétur notar þetta tækifæri til að ávarpa mannfjöldann, sem sainan safnaðist, og vekja athygli hinna líkamlega heilu á sjúkdómi sálarinnar. “Iðrist þér,”segir hann. Hin eina lækning liins andlega sjúkdóms er einlæg iðrun. Það er líka óbrigðult meðal í öllum tilfellum. Enginu or svo sjúkur, enginn svo syndugur, að Jesú kraftur nái ekki til haus of hann iðrastog þráir að verða hreinn. “Nú stendur yfir náðartíð,” Kristur kemur aftur og )>á setur liann dóm sinn, en náð- artími þessi er oss gelinn til að t etrast og búa oss undir, að vér getum orðið Jesú náðar aðnjótandi að eilífu. Gefi guð oss öllum að geta fundið náð og frið, lifað guðlega liér i tímanum og annars heims að oilifu. Jesú nafni til vegsemdar. Litiu börn! )>ið getið líka vegsamað frelsara ykkar með verkum ykkar. Þegar |,ið lijálpið fátækum og sjúkum vegna kærleika ykkar til frelsarans, þá sjá aðrir góöverk ykkar og lofa þann guð, som’þið þjónið.

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.