Kennarinn - 01.09.1903, Blaðsíða 2

Kennarinn - 01.09.1903, Blaðsíða 2
66 KENNARINN Og hönd /sraclsbarna varð þyngri og þyngri á Ja'bín, kon- ungi Kanverja, uns þau loksins gerSu út af við' haiui. Sísera á fiótla. Hvar er herliðið lians og járnslegnu vagnarnir, sem hann treysti? Alt er farið. Hann, sem lagt hafði á stað í broddi stórrar fylkingar á nióti ísraelsm., fullviss um frægan sigur, hetir uú yfirgefið herlið sitt á flóttan- anum, hlaupið úr vagni sínum og fer nú altsem fæturtoga norðaustur yfir hæðir og dali á leið til konungs síns, Jabíns í Hasór. En til þess að forða sér undan Israelsm., sem eltu hann, leitar hann til Keníta (sjáv. 11), sem bjuggu á há- sléttu einni norðvestan til við Genesaret-vatnið, og vofu vinveittir Kanverjum (17). Hér er það konan Jael, sem tekur hann inn í tjald sitt. I konu-tjaldi áleit hann sig óhultari. Myndi síður verða haldið, að hann hefði falið sig þar. Hvernig Jael tók við honum, og fór með hann, segir lex. frá. Hún sveik hann og myrti. Svívirðilegt. Þótt tilgangur hennar væri góður, þá helgaði hann ekki ineðalið. Engum er leyft að hjálpa góðu málefni áfram með röngum með- ulum. Var ekki guð, sem koni Jael til að gera það, sem hún gerði. Var ekki samkvæmt hans vilja, þótt frá því sé sagt í ritningunni. Hún segir frá hverju einu eins og það gerðist. Né heldur lofar guð þetta verk, þótt Israelsm þætti vænt um það og Debóra lofsyngi út af því (5, 24—2C). Ilún lítur aðállega á verkið sem vott um kærleika Jaelar til Israels og á hugrekki hennar.—Svo verð- ur líka að dæma Jael í ljósi þeirra tíma, en ekki í ljósi okkar tíma. Lfka að muna, að Debóra, þótt spákona væri, var samt barn síns tíma. Átti eklti and- ann í sama mæli og spámenn seinni tíma, því síður í sama mæli og postularnir. — Eigum að læra, 1. að láta okur ekki koma til hugar að ætla að hjálpa guði eða málefni hans með því að gera það, sem rangt er. 2. Að treysta ekki á mátt okkar óg megin eða á mannlega hjálp eina. Heldur 3. treysta guði og gefa honum dýrðina. AÐ LESA DAGLEGA,- Miíu.: I. Tím. 6, 1—10. l-»rið.: 2. Tím. I, 1--18. Miöv. : 2. Tím 2,1—13. Fimt. : Tft. 1, 1—16. Föst.: Tít. 2, 1—10. Lauií.: Tít. 2, 15 -33, KÆRU BÖRN ! Ykkur finst það ljótt, sem Jael gerði. Og það er von. Það er ljótt. En þið eigið ekki að læra af henni ljótt. Þið egið að læra að sjá, að hið ljóta er ljótt. Það er ljótt að látast vera viuur einhvers, en vera það ekki, eins og Jael gerði við Sísera. Það er ljótt að svíkja nokkurn, eins þáhann sé óvinur manns. En það er fallegt að vilja hjálpa góðu málefni og hafa hug til þess eins og Jael, þá það sé ljótt að brúka röng meðul eins og hún. Biðjið nú guð að kenna ykkur þessar lexíur fyrir lífið. ,,Minn guð, á rétta lífsins leið Gegn svikum heirns mér hjálpa þú, mig leið þú fyrir Jesú deyð lát hjarta mitt í sannri trú ineð hjástoð heilags anda. um æfi stöðugt standa.—Sb. 297, 1 -------o<>o~<;--------- Fimtánda sd. eftir trínitatis — 20. Sept. Hvaða sunnud. er í dag? Hvert er guðspjall dagsins? Enginn kann tveimur herrum að þjóna. Hvar stendur það? Matt. 6, 24 — 34. Hvernig hljóðar 10. boöorðið? Þú skalt ekki girnast eiginkonu náunga þíns, þjón, þernu, féuað eða annað, sem hans er. Hvernig er það útskýrt í Fræðun-

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.