Kennarinn - 01.10.1903, Blaðsíða 2

Kennarinn - 01.10.1903, Blaðsíða 2
74 KENNARINN Nítjánda sd. eftir trínitatis — 18. Okt. Hvaöa sunnud. er í dag? Hvert er guðspjall dagsins? Lækning lima- fallssjúka mannsius. Hvar stendur það? Matt. 9, 1 — 8. Hvernig hljóðar fyrsta grein trúarjátningarinnar? Eg trúi á guð föður al- máttugan, skapara himins og jarðar. Hvað segja Fræðin um þessa grein? Eg trúi, að guð hafi skapað mig og allar skepnur, — að hann hafi gefið mér lík- ama og sál, augu og eyru og alla limi, skynsemi og öll skilningarvit, og haldi þessu öllu við Hvert var efni og minnistexti síðustu lexíu? Hvar stendur hún? — 1. Á móti hverjum barðist Jefta? *2. Hvaða heit vann hann? 3 Hvað leiddi af því heiti? — Hver er lex. í dag? Hvar stendur hún? Lesum hana á víxl. Les upp minnistextann. EINKUNNAR-ORÐIÐ. Dóm. 12, 1—7. Minnistexti fyrri hluti 6. v. 1. Og allir (Efraímsmenn) þustu saman og fóru á staö noröur eftir og sögöu viö Jefta: Hvers vegna fórst þú aö berjast við Ammonsbörn og kvaddir oss ekki þér til fylgdar? Vér skulum brenna hús þitt og þig í (björtu) báli. 2. En Jefta sagöi til þeirra: Eg og mitt hús áttum í mikilli þráttan viö Ammonsbörn; og þegar eg leitaöi liös hjá yður, vilduö þér ekki frelsa mig af þeirra hendi. 3. Nú þegar eg sá, að þér vilduð ekki hjálpa mér, stofnaöi eg lífi mínu í hættu og fór á móti Ammonsbörnum, og drottinn gaf þá í mína hönd. Hvers vegna komið þér þá nú í dag upp til mín til aö berjast við mig? 4. Og Jefta dró saman alla sína menn í Gílead, og baröist viö Efraímsmenn; og Gíleadsmenn sigruöu Efraíms- menn, þvf Efraímsmenn höföu sagt: Þér eruð stroknir frá Efraím, þér Gíleadsmenn hjá Efraím og Manasse. 5. Og Gíleadsmenn settust um alla ferjustaði á Jórdan fyrir Efraíin, svo aö ef nokkur þeirra af Efraím, sem undan sluppu, sagöi: Eg vil komast yfir um, — þá sögöu mennirnir af Gílead til hans: Ertu Efraímsmaður? Ef hann þá svaraði: Nei,—6. þá sög&u þeir til hans: Lát sjá! Segðu Schibbólcth. Og ef hann sagð'i Sibbóleth, og gat þannig ckki borið það rctt fram, þái gripu þeir hann og dráþu hjá Jórdanar ferjustöö- um. Svo þar féllu á sama tíma af Efraím 42 þúsundir. 7. Jefta var dómari yfir ísrael í 6 ár. Og Jefta af Gílead and- aöist og var grafinn í (einum af) stööunum í Gílead. Jefta hafði unnið frægan sigur, eða öllu heldur: guð hafði gefið honum sigur. En Efraímsm. (bjuggu fyrir vestan Jórdan) öfunduðu hatin og Gíleads- menn; og verða vondir út af öllu saman. Vildu sjálfir vera mestlr, Eanst það minkunn, ef Gíleadsmenn, sem eiginlega V9FU strokumenn, að þefnj fanst (4J

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.