Mjölnir - 01.01.1903, Blaðsíða 6

Mjölnir - 01.01.1903, Blaðsíða 6
4 En vel sje þeim, er fyrstir hófust handa og hofi Baccus’s reyndu’ að vinna mein; þeir vilja sigra gamlan galdra fjanda, og göfuglegri finnst ei hugsun nein. Fyrst aðferð þeirra’ er söm og hjá oss sjálfum, hví sýnist nokkrum þetta vera rangt? Fær Baccus ráðið hugum manna hálfum, sem heitum traustum bundust æfilangt? Er oss ei skylt að laða menn og leiða af lastabrautum inn á rjettan veg, og hamia þeim að hlaupa veginn breiða með hverri aðferð, sem er leyfileg? Er nokkur höll sú, hjer á voru landi, sem hlaut af „guðs náð“ einkaijett á því, að óátalið sá hinn forni fjandi þar fengi’ að vera tryggum griðum í? Nei, allt það, sem í voru valdi stendur, oss vissulega gjöra jafnan ber, og æfinlega haldast fast í hendur um hvert það mál, sem gott og fagurt er.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/490

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.